Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 71
UMSAGNIR UM BÆKUR hann segi auðvitað' réttilega, að hann hafi verið fulltrúi borgarastéttar, en ekki verka- lýðs. Það mega heita undarlegir duttlungar örlaganna, að þessi penpíulegi, þröngsýni og að mörgu leyti íhaldssami smáborgari, skuli hátt á aðra öld hafa verið átrúnaðar- goð róttækra manna og grýla á íhaldsmenn um allan heim. Þá má ég heldur biðja um Danton sem byltinguna holdi og blóði klædda. Mikið er að græða á kaflanum um iðn- byltinguna miklu og afleiðingar hennar. Er sá kafli ágætlega saminn, enda hafði Jón kynnt sér þetta efni mjög rækilega þegar á háskólaárum sínum, en aðalritgerð hans í mannkynssögu fjallaði um Chartistahreyf- inguna í Bretlandi, sem átti rætur sínar að rekja til þess umróts í þjóðfélaginu, sem iðnbyltingin olli. Iðnbyltingin er efni, sem ekki er vanþörf á að gera rækileg skil, en iðnvæðing sú og tæknibylting, sem hófst með henni, er undirstaða allrar þjóðfélags- þróunar fram á þennan dag. Hún olli mestu aldahvörfum, sem nokkru sinni hafa orðið í sögu mannkynsins, frá því er sögur hófust. Skemmtilegt er að fá þarna glögga frá- sögn af þrælauppreisninni á Haiti á síðasta áratugi 18. aldar, en þeim atburðum er nú lítt á loft haldið. Hér heyja þrælarnir sjálf- um sér frelsi, og flýtti sú barátta eflaust fyrir afnámi þrælahalds almennt. í þessu sambandi má geta þess, að það er nú flest- um gleymt, að Miþradates, konungur í Pontos í Litlu-Asíu, hóf baráttu fyrir afnámi þrælahalds í ríki sínu þegar á fyrstu öld fyrir Krist. Enn lifa alls konar vafasamar þjóðsögur um Miþradates góðu lífi, en þessi merkilega viðleitni hans er nær alveg gleymd. Bók Jóns lýkur á kafla um bókmenntir og listir þessa tímabils, og er margt á honum að græða. Gott er að sjá, að Daumier gamla er ekki gleymt, en vafasamt er, að nokkur myndlistarmaður fyrr né síðar hafi haft önnur eins áhrif á samtíð sína og hann, þessi maður, sem að lokum mun hafa dáið úr hungri og hor. Þessi bók Jóns Guðnasonar er merkileg- ur skerfur til íslenzkra sagnfræðibók- mennta, og vonandi á hann eftir að vinna mörg slík verk önnur á þeim vettvangi. Ólafur Hansson. Helgi Hálfdanarson: Undir haustfjöllum Ljóðþýðingar. Heimskringla, Reykjavík 1960. ftir Ilelga Hálfdanarson hafa áður birzt tvenn söfn ljóðþýðinga (Handan urn höf 1953 og A hnotskógi 1955), auk þess þýðingar á sex leikritum Shakespeares. Nú hefur Helgi enn sent frá sér ljóðþýðingar, Undij haustfjöllum (110 bls.). Þetta þriðja safn hans á flest sammerkt með hinum fyrri: tætingslegt val ljóða úr flestum heimshornum án nokkurrar megin- stefnu, sem gæfi bókinni meiri festu og jafn- framt aukið gildi; hér má finna bæði mjög vel gerðar þýðingar og miður heppnaðar; of mikið er um léttvægan skáldskap, sem varla er samboðinn liæfileikum þýðandans. Ilelgi Hálfdanarson hefur þegar sýnt með Shakespeare-þýðingum sínum, að hann er með alsnjöllustu þýðendum, sem við höfum eignazt. Þar með er ekki sagt, að honum sé jafnsýnt um allan skáldskap. Á ljóð er hann vissulega mistækur, sem m. a. mun stafa af misjöfnum skilningi hans og af- stöðu til ljóðanna. Hann er mikill formsnill- ingur í hefðbundnum stfl og ágætlega orð- hagur, þótt stundum bregðist honum smekk- vfsi og úr verði innantóm orðgleði. Bókin Undir haustfföllum geymir 158 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.