Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ijóð eftir 68 nafnkennd skáld auk nokkurra ókunnra höfunda frá alls 17 löndum. Ekki eru skáldin síður dreifð í tíma: frá Askle- píadesi (um 300 f. Kr.) til Eliots. Hér kenn- ir því margra grasa, og hefði meiri hófsemd um höfundaval verið affarasælli fyrir gildi hókarinnar: hana skortir tilfinnanlega þá uppbyggjanlegu alvöru, sem aðeins fæst með samræmdum heildarsvip. Það hefði t. d. verið ólíkt meiri akkur í því að fá slíkt safn einvörðungu með þýðingum fom- grískra ljóða með hæfilegum inngangi og viðeigandi greinargerð um einstök skáld, svo að aðgengilegt væri almenningi. Sjálf- stætt og snoturt úrval kínverskra ljóða myndi einnig sóma sér vel. Tætingsháttur í þessum efnum er sáralítils virði frá menn- ingar- og uppeldislegu sjónarmiði séð. Allt um það er margt gott að segja urn einstakar ljóðaþýðingar H. H., jafnt í þess- ari síðustu bók hans sem hinum fyrri. Hon- um lætur vel að þýða úr málum nærskyld- um íslenzkunni, s. s. Norðurlandamálunum og þýzku. Þýðingar hans úr latínu og grísku eru og vandaðar -— hin fagra óða Hórasar um æskuna er hér fagurlega þýdd og hin- um alkaíska bragarhætti trúverðugt haldið í samræmi við íslenzka áherzlusetningu: Þú sérd', hve tindur Sórakte skín af mjöll, hve svignar undan jarginu líkt og strá hvert skógartré, hve frostsins fjötur fellur aÖ sérhverjum lœkjarstraumi: Vides, ut alta stet nive candidum Soracte, nec iam sustineant onus silvae laborantes geluque flumina constiterint acuto — Fróðlegt er að bera saman þýðingu Helga á 2. kvæði Saffóar (Til ungmeyjar) og hina alkunnu þýðingu Bjarna Thorarensens (Goða það líkast unun er). Helgi heldur hinum saffíska bragarhætti frumkvæðisins eftir föngum, en Bjarni fer frjálslegar bæði með efni og form. Þýðingar fáeinna egipzkra, persneskra og arabískra ljóða virðast mér flestar harla léttvægur skáldskapur, þótt víða sé þar vel komizt að orði: Þó burt sé dýrum demant jleygt í duftið, er hans gildi jafnt; og eins er duftið ávallt samt þó upp til skýja sé því feykt. (Múslí Uddín Sadí: Hið sanna gildi) Hér má lesa nokkrar ferhendur Ómars Kaj- ams; þær minna á, að enn er það verk ó- leyst að kynna íslenzkum lesendum fer- hendusafn hans ómengað skv. útgáfum vís- indamanna eins og Arthur Christensen, Ch. Rempis og A. J. Arberry. H. H. hefur lagt allmikla stund á að þýða kínversk ljóð. Mér telst svo til, að ég hafi lesið eftir hann 65 slíkar þýðingar, og væri það nokkurt safn komið á einn stað. Þó er það svo, að val ljóðanna er of handahófs- kennt til þess að þau geti gefið nokkra heildarmynd af kínverskum skáldskap, þótt ekki væri nema í hnotskurn. T. d. minnist ég þess ekki að hafa séð nema tvö Ijóð í þýðingu Helga úr hinu klassiska kvæðasafni Kínverja Sjij Sjing: Bók söngvanna. Ekkert þýðingaúrval kínverskra ljóða, sem ég hef séð, vanrækir svo kynningu þess; antólogía Roberts Payne „The White Pony“ kynnir 70 af þeim 311 ljóðum, sem varðveitzt hafa, — jafnvel hið látlausa safn Ame Dörums- gaard „Blomster fra de kejserlige haver“ helgar 4 af 44 ljóðsíðum Sjij Sjing. Á sama hátt vanrækir Helgi helztu stórskáld Kín- verja að undanteknum þeim Lí Pó og Tu- Fu: ekkert eftir Sjú Júan né Tao-Júan- Míng, ekkert eftir Lí Hó né Lú Jú, svo að ekki sé minnzt á nútímaskáld eins og Pjen Sjij-Lín eða Aí Sjing. Samt skortir ekki á höfundafjöldann hjá Ilelga; mér telst svo 150
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.