Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR IV. kafli þekktasta kvæðis Eliots, „The Waste Land“. Þannig rofið úr tengslum við heildina er kaflinn næsta lítils virði, auk þess er þýðingin klúðursleg og nægir að vitna til upphafsins: Föníkinn Flebas, dauður tvœr vikur, man ekki máva jlug, eða hvít brim-flog ...: Phlebas the Phoenician, a jortnight dead, Forgot the cry oj gulls, and the sea swell... Nú má segja, að Sjódauði búi yfir sínu eig- in sérgilda hrifi ■— hinn drukknaði táknar hér fulla glötun sálarinnar á vegum gervi- mennsku, venjuþrælkunar og ófrjórra óska. En fullt tákngildi myndarinnar dylst með öllu án samhengis við aðra þætti, sem rakt- ir eru í öðrum köflum kvæðisins. Þýðingar Helga úr spænsku eru næsta misjafnar. Fögur er þýðing á alllöngu kvæði eftir Gustavo Adolfo Becquer, sem af mörg- um er talinn mesta skáld Spánverja á 19. öld: Þau luku hennar augum. Hér notar Helgi fornyrðislag af mikilli smekkvísi: Þau luku hennar augum sem opin stóðu, breiddu á andlit blœju hvíta. Sumir með ekka en aðrír þegjandi kvöddu í senn svefnhús dapurt. Bráðskemmtileg er þýðing hans á Sonnettu eftir Lope de Vega; Tataraljóð eftir García Lorca sómir sér og vel. í Svefngöngu-jmlu (Romance sonámbulo) tekst honum síður: uppskrúfað, stirðlegt orðaval ásamt ofnotk- un harðneskjulegra, stýfðra bragliða nær ekki að túlka þá dularfullu, draumkenndu óvissu, sem einkennir anda ljóðsins á frum- málinu. Nægir að vitna til viðlagslínu þess, sem lýsir vel mýkt frumkvæðisins og hörku þýðingarinnar: Vcrde que te quiero verde — í þýðingu Helga: Grœnt, grœnt, svo gott og grœnt Annars þarf engan að undra, þótt ekki tak- ist betur til um þýðingar á Ijóðum Lorca, þar sem liann mun flestum skáldum óhöndl- anlegri til túlkunar á öðrum tungum. Undirrituðum hefur orðið tíðræddara um nokkra galla þessa þýðingasafns en kosti þess. En Helgi þolir gagnrýni vel. Yfirburð- ir hans sem þýðanda eru ótvíræðir, og meg- inhluti verka hans er með miklum ágætum. Svo er einnig um margt í þessari síðustu bók hans. Þó er ég þeirrar skoðunar, að snilli hans njóti sín betur á breiðara sviði en samþjöppunar-vettvangi Ijóðagerðar. Enn bíða mörg leikrit Shakespeares þýð- anda síns. Baldur Ragnarsson. Halldór Stefánsson: Sagan af manninum sem steig ofan á höndina á sér Heimskringla, Reykjavík 1960. að hefur sjaldnast verið gerður mikill hvinur í sambandi við bækur eftir Hall- dór Stefánsson. Þó þekki ég ekki til neins þess bókmenntamanns á íslandi, sem ekki telur Halldór í hópi allra slyngustu og list- fengustu smásagnahöfunda íslenzkra. Undir þann dóm er tekið víða um heim, þar sem fylgzt er með nútímabókmenntum okkar fs- lendinga. Margir eru mér meira að segja sammála um það, að enginn íslenzkur smá- sagnahöfundur standi honum framar í þeirri grein. En Halldór hefur fengizt við fleira skáld- skaparkyns en smásögur einar saman. Hann 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.