Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 79
UMSAGNIR UM BÆKUR
Matthías Johannessen:
Jörð úr ægi
Helgafell 1961.
umah bækur eru torskiljanlegar, ef menn
þekkja ekki jarðveginn, sem þær eru
sprottnar úr. Þær eru lítt aðgengilegar án
skýringa. Jörð úr œgi er ein þeirra.
Höfundurinn, Matthías Johannessen, rit-
stjóri Morgunblaðsins, er ungur maður, þrí-
tugur að aldri. Hann var barn í mótun, þeg-
ar ísland var hernumið í fyrsta sinn, 1940;
óx og dafnaði í Reykjavík samtímis borg-
aralegu þjóðfélagi, sem einkennist af hraða,
liávaða og auðhyggju og sækir allar fyrir-
myndir út fyrir landsteinana. Fólkið í
Reykjaneskjördæmi hefur losnað úr tengsl-
um við bændamenninguna. í dag er annar
hugsunarháttur ríkjandi í hinu forna land-
námi Ingólfs en annars staðar á landinu.
Matthías er um flesta hluti góður fulltrúi
stríðsgróðakynslóðarinnar, duglegur, fram-
gjarn og áhrifagjarn. Fyrsta ljóðabók hans,
Borgin hló, kom út 1958, HólmgönguljóS
komu út snemma árs 1960 og JörS úr œgi
nákvæmlega ári síðar. Ekki eru öll ljóð
hans, sem birzt hafa, í þessum bókum, enda
mun nú vandfundinn afkastameiri Ijóða-
smiður hérlendis. Matthías yrkir ekki ein-
göngu af listrænni þörf, heldur jafnframt
af metnaðargimi. Mörg ljóð hans eru áróð-
urskennd. Matthías stefnir þráðbeint að
ákveðnu marki. Hann ætlar sér forystu í
borgaralegri menningarsókn.
Matthías stendur undir merkjum erlendr-
ar ljóðstefnu. Bragfræðireglur hefur hann
að engu og íslenzkrar ljóðhefðar gætir ekki
nema í vísuorðum, sem hann tekur úr
kvæðum skálda frá fyrri tímum. Með þessu
er auðvitað ekki sagt, að höfundurinn troði
spánýjar slóðir í formi. En athyglisverð er
sú staðreynd, að íhaldssinnuð ungskáld eru
yfirleitt formbyltingarsinnuð.
Jörð úr ægi er ljóðaflokkur í sjö köflum.
Efnið er reykvískur nútími, kvöld í Naust-
inu, ástarleikur í hlíðum Esjunnar, róman-
tísk vella. En þetta er einungis umgjörð.
Hið raunverulega viðfangsefni er afstaða
höfundar til framvindunnar í heiminum.
Hann gerir sér far um að vera bamslegur
fegurðardýrkandi, vill að lífið streymi fram
í vanaskorðunum, en veit, að veraleikinn er
spunninn úr rauðum þræði
einn dag þegar viS erum hér á ferS
saklaus og grœn ugglaus sem ormur í grasi
og höjum ekki tíma til neins
nema horja á ójullgert teppi guSs
meS hraunsvörtu grjóti
sem stingst upp í lwja gœð'ingsins —
óvissan dag hleypa þeir yjir vellina
troða lyng undir fótum troSa gras í jóreyk
grugga fjallavötnin í augum okkar
breyta óljósum grun í járnhœlaða staðreynd
koma þeir óvœnt eins og sól úr hánorðri
merkja okkur dauðanum meðan við bíðum,
Bölsýni og ótti eru grunntónarnir, sem
skírast hljóma. Höfundurinn fullyrðir tví-
vegis, að rauðhesta gestir ríði í garð, en
gerir svofellda grein fyrir sjálfum sér
Við erum skáld dauðans —
heyrum ókunnan gest
ríða einan í garð
á þjóðsöguhvítum hesti
og slœgjast ejtir Ijóði þeirra
sem halda þeir eigi annan dag
í handraðanum, vita ekki:
þeim er skammtað
líf úr hnefa.
Þetta finnst mér vel kveðið og hef ekki
fundið rishærri skáldskap í þessari bók.
Hvað táknar þá bókarheitið?
Hvaða boðskap er höfundurinn að fiytja?
Ljóðaflokkurinn mun hugsaður sem ný
darraðarljóð, þar sem bókarlokin eiga að
boða sigur hins rétta málstaðar.
157