Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það getur ekkert komið í stað bóka. Bækur eru enn í dag Ijós yfir íslandi, og von ís- lands. Af sömu alúð og alla sögu Islands ástunda menn bókmenntir, brenna af þrá eftir góðum bókum, fagna góðum bókum. Hvernig skyldu stjómendur Máls og menningar, eftir aldarfjórðungs starfsemi félagsins, geta borið Islendingum söguna á annan veg? Við höf- um sjálfir lifað fögnuð yfir bókum, fögnuð yfir höfundum okkar. Og þeir menn sjá ekki út úr augunum sem ekki vilja viðurkenna að skáld Islands í dag sem á öldinni er leið standa í hæð allra tíma. Þau standa hér í okkar hópi, fyrir augum okkar. Frægð íslands og íslendinga skín enn af bókum, nýjum sem fomum. Það er því ekki annað en skyldug virðing sem Mál og menning sýnir félagsmönnum sín- um, bókamönnum íslands, skapendum og unnendum bókmennta, að veita þeim aðgang að fagurri bókabúð, rúmgóðri og bjartri, þar sem hátt sé til lofts og vítt til veggja. Það er í samræmi við þann hugarheim, sem Mál og menning og höfundar félagsins, leitast við að skapa þjóðinni: hugarheim sem sé víður og bjartur. Margt hnjóðsyrði feilur í garð ungra skálda og listamanna á Islandi nú, og svo mun hafa verið um allar aldir og allar jarðir. Skáld eru að sjálfsögðu misjöfn, góð og slæm, með hverri kynslóð. Annað er undrunarefni og fagnaðar að á tímum sem nú, þegar gróða- hyggja virðist gagnsýra þjóðfélagið, skuli sem einatt áður í sögu íslands vera ástundað að yrkja, semja bækur, leggja rækt við skáldskap og listir. Meðan svo heldur fram er bjart yfir íslandi, gott til þess að vita að fýsnin til fróðleiks og skrifta skuli enn sem fyrr lyfta huganum úr dustinu. Þegar við stöndum í þessum sölum, koma ósjálfrátt upp í hugann þau kjör sem eldri kynslóðir áttu við að búa, moldarhróf, kaldar kytrur, og þó reis andi þeirra svo hátt. Og við minnumst þeirra námþyrstu unglinga fram á vora daga sem engan kost áttu á bókum. I aðra röndina getur okkur fundizt sem við séum að rétta hlut þeirra, skapa andlegum verðmætum þá stöðu sem þeim að réttu lagi ber, skapa þeim ný og betri skilyrði til að þróast, hins vegar titrar hjarta vort af kvíða fyrir því að tengslin við sumt hið verðmætasta í fortíðinni kunni að slitna. Um leið og vér vígjum þessa nýju bókabúð Máls og menningar viljum vér biðja þess að þar megi einatt sitja í fyrirrúmi virðing fyrir bókum, ást á bókum, að á bækur verði aldrei litið sem kalda verzlunarvöru heldur aflgjafa og líf. Ég bið ykkur að lyfta glös- um fyrir því að varðveitast megi og eflast sá andi sem býr í góðum bókum, hinna beztu ís- lenzkra bóka og hinna beztu bóka allra þjóða og landa, sá andi sem lyftir huganum úr dust- inu, sá andi sem skáldin eru gædd og vísindamennirnir og eflir fegurðargáfu og þekkingu mannsins, sá andi sem lyftir þjóðum og mannkyni til hærra lífs. Kristinn E. Andrésson. Sama dag og hin nýja bókabúð Máls og menningar var opnuð komu út fjórar nýjar bæk- ur hjá Heimskringlu, sem eru auglýstar aftast í þessu hefti. Einnig kom út þriðja félagsbók ársins, Þingvellir eftir Bjöm Þorsteinsson og Þorstein Jósepsson. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.