Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 39
STRÍÐ OKKAR tregðu sjálfrar sín við að leysa hin miklu vandamál vorra tíma í sam- ræmi við raunverulegt eðli þeirra. Þessi tregða kemur fram á tvennan hátt: í andkommúnisma og lcyn- flokkahatri. Ef þjóðfélagsástandið hefði krafizt brýnna úrbóta, mundi þessi sýking ekki hafa verið möguleg; en verkamannastéttinni leið ekki mjög illa, og verzlun með afborgunarkjör- um varð almenn í tæka tíð til að leysa af hólmi blekkjandi hrifningu „þjóð- frelsunarinnar“. Þetta er sjálfsagt bezta aðferðin til að halda öreigunum niðri: heldur auðveld lífskjör og þó- nokkuð öryggisleysi ... Væri ekki fremur að leita hinna raunverulegu svikara meðal þeirra sem auglýsa sig framsækna, en styrkja aðgerðarleysið? Meðal þeirra sem þykjast berjast fyrir byltingu sem þeir hafa aldrei fundið þörf fyr- ir, og búa hvern dag í haginn fyrir fjendur þessarar byltingar? Því það eru menn sem leika tveim skjöldum: þeir þjóna gamla heiminum um leið og þeir kyrja nýjum heimi lofsöngva. Hvort það er með ritgerðum, fundar- höldum, bænarskjölum eða aukablöð- um, þá láta þeir ekki af að hamla gegn hreyfingu sem þeir stæra sig af að upphefja. Þeir tala um að binda enda á stríð sem þeir sjálfir kalla tilgangs- laust, en þeir fallast ekki á, að unnt sé að hjálpa frönskum æskumönnum til að neita að verða því að bráð. Þeir ákæra nýlendustefnuna, en þeir lýsa glæpsamlega alla raunverulega sam- stöðu með nýlenduþjóðunum .. . í sannleika sagt skrifa ég ekki til að réttlæta okkur. Ég ætla að skýra frá því hvert starf okkar hefur verið hingað til, hvaða gildi það hefur liaft fyrir okkur í upphafi, hver voru vandamál okkar í þessi þrjú ár, og að lokum hvað við hyggjumst nú fyrir. Þegar ég hófst handa um þessa starfsemi, var ég hvorki fyrsti né eini maðurinn sem hjálpaði baráttumönn- um Alsírbúa; aðrir höfðu gert það á undan mér, enn aðrir gerðu það ann- arsstaðar. Ég vildi síður en svo að orð mín og allur sá hávaði sem und- anfarið hefur verið um nafn mitt, gæti orðið til þess að menn gleymdu því, að ég hef aldrei haft einokun á slíkri starfsemi og að í þessari starf- semi taka nú þátt þúsundir og aftur þúsundir manna — um allt Frakkland og utan Frakklands —, en flestir þeirra eru án tengsla við þau samtök sem ég hér ræði um. Á sama hátt er það mikilvægt að það valdi ekki neinum misskilningi, þótt ég öðru hverju noti „ég“, og það jafnt þegar um er að ræða þau sam- tök sem ég hef stjórnað: Það vildi svo til að ég var til staðar, að því slepptu hafa hinir gert allt. Hinir, sem verða fleiri og fleiri, og máttur atvik- anna, sem hefur knúð æ fastar á. Ég bíð með óþreyju þeirrar stundar, þeg- 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.