Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 79
NÝIR ÁVEXTIR OG ALDIN RÓT Neðan úr djúpum undirstéttanna flæddu hugmyndir um nýtt þjóðskipulag. Þær sigldu hraðbyri vítt um lönd, og blés í seglin fyrsta tilraun til þeirra hátta austur í veldi Rússa. Af austurvegum og sunnar þó streymdi indversk speki til að fylla í rúm óendanlegs tómleika í sálum drottn- enda heims, sem ekki gátu komið auga á nokkurt hlutverk, sem þeirra gæti beðið í framvindu tímans. Að vestan bárust straum- ar vísindalegra andasæringa, sem gáfu þess- um sömu aðilum von og vissu um að eitt- hvað biði, þegar komið væri í gegnum tóm þessarar jarðvistar, og gæti orðið uppbót á tilgangsleysi hennar. Allt þetta hirti Þórbergur og sneið til samræmis við það, sem hann átti fyrir frá uppvexti sínum á Hala. Og úr varð hug- myndaheimur, sem varð ein lífræn heild, síbreytileg í tímans óstöðvandi flaumi, en þó ein og hin sama, á hverju sem gekk í bálviðri söguþróunarinnar á tuttugustu öld. Og Þórbergur leggur út á rithöfunda- brautina með bréfi til Láru sem prédikari nýs tíma. Hver setning sindrar af brennandi sannfæringu. Þó væri ekkert fjær sanni en að kenna prédikun hans við ofstæki. Hann er í vinfengi við hverja skoðun, sem ein- hvern lífssafa er í að finna. En rökleysan, siðleysið og deyðan eru hans óvinir, sem hann segir stríð á hendur. Honum er ekki nóg að setja fram skoðun sína svo skýrt, að hvergi verði um villzt. Hann verður að setja hana fram á þann veg, að hún verði líf af lífi lesandans, lífsnautn og lífsfylling, svo sem skoðanir hans eru honum sjálfum. Hann vildi koma hreyfingu á hlutina, og vissulega komst hreyfing á hlutina. Aftur- haldið rumskaðist og hóf gagnsókn. Það gæti orðið einna minnisstæðast af viður- eign Þórbergs við fjanda þann, hvemig þeim gagnárásum var mætt og árásarliðið hrakið öfugt á bak aftur. Það var furðuleg natni í rökstuðningi Þórbergs. Persónu- legri slettu, sem vart teldist svaraverð nú til dags, svaraði hann með svo mikilli ná- kvæmni, að ekki stóð steinn yfir steini. Þar var beitt vísindalegri nákvæmni, alveg eins og þegar Þórbergur stikaði Rauða torgið þvert og endilangt, til þess að hann gæti talið sér leyfilegt að lýsa því fyrir lesanda sínum, eða hann gefur í sentimetrum lengd og breidd á stofu, sem kemur við frásögn hans. VII En mikið vatnsmagn hefur runnið til sjávar, síðan Þórbergur stóð í ritdeilum við þá séra Árna Sigurðsson og Kristján AI- bertsson. Nú hefur syfjað afturhald breytzt í rökhelt siðleysi, sem hefur ekki orðið hug- mynd um siðmenntaðan málflutning. Vissu- lega á Þórbergur enn hinn alltskilgreinandi eiginleika, en ljóst mun lionum, að það er eins og að stökkva vatni á gæs, þótt reynt sé að taka til bæna siðleysisruglandi auðstétt- ar, sem varpað hefur frá sér öllum reglum um menningarlegan málflutning og gefur því hvergi færi á umræðugrundvelli. Hann minnist rétt aðeins á einn leiðara í einu dagblaði Reykjavíkurauðvaldsins og leysir hann upp í tuttugu og þrjú eftirtalin atriði: fjögur „sannleikanum samkvæm, eitt vafa- samt, en átján reyndust röng, — ruglandi, framin af ráðnum hug“. Og þetta telur Þór- bergur ekkert afbrigðilegan leiðara. Frammi fyrir svona fyrirbærum gefst hver maður upp við að reiða högg hverjum þeim selshaus lyginnar, sem glennir skjáinn upp úr fiskihlaða siðlausrar auðhyggju. Ég hygg, að fáir skyggnist dýpra og með skarpari skilningi niður í regindjúp þeirr- ar spillingar, sem ríkir í áróðri ráðandi afla, svo á íslandi sem annars staðar í auð- valdsheimi, en Þórbergur Þórðarson. En enginn stendur óbifanlegri gegn brotsjóun- 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.