Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 87
UMSAGNIR UM BÆKUR til að slaka á kröfunum til sjálfs sín; bókin verður til ósjálfrátt, og það má alltaf afsaka sig með því að þetta sé ekki eiginleg bók. — En lesandinn getur því miður ekki tekið þá afsökun til greina, hann hlýtur að líta á bókina sem bók og höfundinn sem höfund. Bók Tómasar Guðmundssonar má greina í þrjá þætti: í fyrsta lagi endurminningar skáldsins, einkum æskuminningar. í öðru lagi athuganir og skýringar á skáldskap sjálfs hans. I þriðja lagi almennari hugleið- ingar, um skáldskap og hlutverk hans, og um „lífið og tilveruna", oftast með skáld- skap og bókmenntir í baksýn. Ég ætla ekki að ræða hér sérstaklega um tvo fyrrnefndu þættina: æskuminningar skáldsins er það sem vanalega er kallað hugnæmur lestur, en þær eru ekki þannig úr garði gerðar að þær bæti miklu við þekkingu vora á höfundinum; helzt er eitt- hvað að græða á lýsingu hans á þeim jarð- vegi sem hann og „skáldbræður" hans spruttu upp úr, — tímabilinu kringum 1920, — án þess þó að nokkru sinni sé kafað und- ir yfirborðið. Rabb höfundarins um skáld- skap sjálfs sín mun þeim sem halda upp á ljóð hans ugglaust þykja góður lestur; en varla er unnt að draga í efa að hégómadýrð skáldsins muni skyggja nokkuð á ánægju þeirra. Sérstaklega óviðkunnanlegt er að horfa upp á tilraunir hans að dubba mein- laust hjal eins og kvæðið Jerúsalemsdóttur og túristaskáldskap eins og LjóS urn unga konu frá Súdan til andfasistískrar spá- mennsku og ádeilu á nýlendukúgun. Ekki er heldur gaman að því steigurlæti og þeirri skinhelgi sem kemur í ljós í narti hans í Stein Steinar og „eitthvert annað skáld ofan úr Borgarfirði" vegna eftirmæla um Jón Pálsson frá Hlíð. Má vera að undir- rót nartsins sé sú að Tómas Guðmundsson geri sér í rauninni ljóst að hans eftirmæli eftir Jón frá Hlíð eru með fölustu kvæð- um hans, en að minnsta kosti kvæði Steins mun lifa því lengur sem heilagleikinn var því fjarlægari. Grundvöllur þeirrar afstöðu sem kemur fram í hinum almennari hugleiðingum Tóm- asar Guðmundssonar er sennilega rótgróið, eðlislægt traust á „heilbrigðri skynsemi" og hinu gullna meðalhófi; tortryggni og skiln- ingsleysi gagnvart öllu því sem er þar fyrir utan. Anægja með ástandið eins og það er, þekkinguna sem ekki kostar óhóflega fyrir- höfn, sýndarskilgreiningu, sannleikann sem miðlungsborgarinn lætur sér nægja. Þessi afstaða mundi hafa verið kölluð Philisterei í Þýzkalandi forðum, og hún er jafn ósvik- in þrátt fyrir tilraunir að vinna bug á henni til hátíðabrigða. Tómas Guðmundsson er sæll í þeirri trú að hann sé „normal“ maður og tilfinningar hans „normal". Til dæmis elskar hann átt- haga sína, og því úrskurðar hann að það sé „áreiðanlega eitthvað bogiS1 við það fólk, sem þykir ekki átthagar sínir fegurstir og fólk æskustöðvanna geðfelldast.“ (Bls. 15.) I samræmi við það er honum það „einlæg sannfæring að sá skáldskapur einn eigi raunverulega rétt á sér,1 sem sprottinn er upp af heilbrigðum „normal" tilfinning- um.“ (Bls. 67.) Honum finnst ennfremur „allt mæla með því, að hægt sé að vænta meiri og betri skáldskapar frá höfundi, sem gert hejur tilveruna upp viS sig1 og við það öðlazt það andlega jafnvægi, sem er óhugs- anlegt án góSrar samvizku."1 Sá sem gerir „normalitetið" að lífsstefnu sinni og sáluhjálp, — án þess að gruna að fyllilega „normal" maður, þ. e. a. s. fylli- lega aðlagaður borgaralegu nútímaþjóðfé- lagi,2 væri, eins og sagt hefur verið, summa hverskonar ónáttúrleika, — hann er ekkert gefinn fyrir það umrót sem kann að eiga sér stað ef hlutirnir eru skoðaðir nákvæmlega, 1 Leturbreyting hér. — 2 Aðra merkingu hefur orðið ekki hjá T. G. 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.