Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 89
UMSAGNIR UM BÆKUR Lítum nú á hvernig Tómas Guðmundsson notar kenninguna, in concreto. Franska skálditS Eluard, segir hann, orti mörg merkileg styrjaldarkvœði og þau haja sjálfsagt haft mikla þýðingu. En œtli sum ástarkvœði hans, sem ort voru í líkan mund, verði ekki lífseigari? Ég tel ekki hina snilldarlegu frelsisóðu til styrjaldarkvœða, því hún hefur algilda og ótímábundna merkingu. Það er sérstaklega athyglisvert, að í styrjaldarkvæðunum segir Eluard eig- inlega skilið við þau listbrögð í málfari og stíl, sem einkenna önnur Ijóð hans frá sama tíma. (Bls. 49.) Með þessu sannar Tómas Guðmundsson að „kvæði, sem orðin eru til í miklum bar- áttuhug, verða sjaldan langlíf ...“ Raunar þarf hann að nota hringsönnun til að koma öllu saman og heim (: 1. styrjaldarkvæði (Eluards) eru ekki lífseig; 2. frelsisóða Eluards er lífseig; 3. og þessvegna er hún ekki styrjaldarkvæði, ekki orðin til í bar- áttuhug osfrv.), og hann leyfir sér einnig að segja að Eluard hafi sagt skilið við list- brögð sín í málfari og stíl í „styrjaldar- kvæðum“ sínum þó sú staðhæfing beri með sér algjört grunleysi um skáldskap Eluards, stílþróun hans og yfirleitt höfuðviðfangs- efni listar hans. En slíkt varðar litlu ef kenningin bjargast ósködduð. Einni siðu aftar segir um listina: Hún á ekki erindi við einn öðrum frem- ur. Hún er að leita manneskjunnar í fólk- inu. Þess vegna er hvers konar sönn list sameign allra. Tökum Kathe Kollwitz til dœmis. List hennar er oft talin próletarisk, efnið í myndum hennar er sótt í fátœkra- hverfi stórborgar, í styrjaldir og uppreisn. Og það hefur verið reynt að nota hana í flokkspólitískum áróðri. En andæfing hung- urs, áþjánar og flótta er ekkert einkasvið nokkurrar stefnu eða nokkurs flokks. Mann- úð og miskunnsemi er það ekki heldur. List Kathe Kollwitz er ákall hins eilífa í hverj- um heilbrigðum manni. Og hún er hverjum manni skiljanleg af því hún túlkar samtíð- arreynsluna í einföldu formi persónulegrar tilfinningar. Verk hennar eru sönn og þau eru mannleg. Þetta er mjög slétt og fellt. En kjarninn er þessi: Borgaraleg list er listin sjálf, úr því borgarinn er samnefnari hins mannlega, en próletarísk list er ekki til: ef hún er „sönn“ er hún borgaraleg. Þessi útvötnun hefur löngum verið sú aðferð sem borgara- stéttin hefur beitt til að gleypa erkifjendur sína meðal listamanna þegar þeir eru orðn- ir of stórir til þess að hún geti kaffært þá í svívirðingum sínum eða hundsað þá með þögn: afskræma þá fyrst, gleypa þá síðan. Og auðvitað skiptir þá ekki máli að stað- hæfingin að „listin eigi ekki erindi við einn öðrum fremur“ er í hróplegri mótsögn við lærdóma sögunnar um þjóðfélagslegt hlut- verk lista og þjóðfélagslega stöðu lista- manna, — og að sú kenning að hverskonar sönn list sé sameign allra er að vísu fögur hugsjón, en enn sem komið er aðeins kenn- ing. En nú kemur að því sem er athyglisverð- ast í bók Tómasar Guðmundssonar: mót- sögninni milli þeirrar persónulegu afstöðu skáldsins sem er einn af öngum fyrrnefndr- ar kenningar: þeirrar hugsjónar og óskar að skáldskapurinn sé þjóðfélagslega óháð- ur, ekki annað en fagur óþarfi, utan við „heiminn", og skáldið ekki nema skraut- planta, — og hinsvegar þeirrar nauðsynjar að sýna fram á að skáldið sé gagnlegt ekki aðeins hinu „eilífa manneðli" heldur því þjóðfélagi sem það lifir í, borgaralegu þjóð- félagi. Við þessa mótsögn hafa að vísu mörg skáld þurft að berjast að minnsta kosti síð- ustu 100 ár. En merkilegast er það að hjá Tómasi Guðmundssyni virðist hún vera ó- meðvituð, eða fölsuð. Á þessari mótsögn bryddir oft í bókinni, en hvergi verður hún berari en í kafla sem 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.