Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 29
SAGNFRÆÐIN OG ÞRÓUN HENNAR um. Þegar írar hlutu að lokum sjálf- stæði 1921 og tóku að skrá sögu sína handa skólum landsins, varð grund- vallarmunur á viðhorfum þeirra og Englendinga til einstakra manna og atburða. Sama er að segja um ind- verska sagnaritun. Þegar ég var í menntaskóla, var þar lesin bók með frásögnum m. a. um Charles Gordon (nefndur Gordon pasja), snjallan enskan herforingja, sem braut á bak aftur kínversku bændabyltinguna tai- ping, en féll í Khartum í Súdan 1885 í hinni svonefndu Mahdi-uppreist. Frásögnin var á þann veg, að allt var gott og göfugt, sem Gordon og menn hans gerðu, en andstæðingarnir voru grimmir villimenn. Nú er málum þann veg komið, að hvorki íslending- ar né Englendingar hampa framar þeirri frásögn í kennslubókum, svo ört breytist viðhorf manna til atburð- anna á vorum dögum. Nú hafa bæði Súdanbúar og Kínverjar rétt hlut sinn og semja sínar eigin sögur og meta atburðina frá öðru sjónarmiði. Þann- ig leiða þjóðfrelsishreyfingar og auk- in alþjóðasamvinna á vorum dögum til endurskoðunar á fornri sagnarit- un og sagnahefð. Menn rita ekki framar sagnfræðibækur einungis fyr- ir sína eigin þjóð, heldur að meira eða minna leyti fyrir alþjóðlegan les- endahóp, einnig hér úti á íslandi. Það líður sjaldan langur tími frá því að íslenzkt sagnfræðirit kemur út, þangað til það er í höndum banda- rískra, enskra, norrænna og rússn- eskra sagnfræðinga, sem reyna að vega það og meta. Sagnfræðin er al- þjóðleg og menn keppast við það á vorum dögum að samræma sjónar- mið sín, styrkja alþjóðlegan vísinda- legan grundvöll fræðigreinarinnar. En sagnfræðingurinn er mjög bundinn af þeirri hefð, sem ríkir í samfélagi hans um efnisval og sögu- túlkun. Allt fram á 19. öld tók hann víðast að erfðum einhæfar frásagnir af athöfnum stórmenna, leikra og lærðra, og styrj aldasögur. Sú sögu- hefð er enn rúmfrek í sögubókum, sem við lesum og lærum. Þjóðir Vest- ur-Evrópu eða ráðandi stéttir þar eru alls ekki jafnherskáar eða hugbundn- ar styrjöldum og sagnfræðirit þeirra gætu gefið ófróðum manni til kynna, og á síðustu árum hafa Frakkar t. d. sætt gagnrýni fyrir það að gera of mikið úr persónu Napóleons sem áhrifavalds í evrópskri sögu. En hér liggur ævaforn hefð að baki, sem er erfið viðfangs, en raddir gerast stöð- ugt háværari um það, að frásagnir af athöfnum konunga, herforingja, sig- urvegara og landvinningagarpa séu ekki nema að litlu leyti saga þjóð- anna sjálfra. Vöxtur alþjóðlegra viðskipta og borgarastéttarinnar á 18. öld varð til þess að beina hugum manna fremur en áður að hagþróuninni og eflingu atvinnuveganna, sérstaklega eftir að Adam Smith gaf út hið fræga rit sitt: 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.