Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann hefur illan bifnr á vísindum og heim- speki. A bls. 62 stendur þessi ómetanlega játning fílisteans: „Gallinn við' heimspeki er sá, að hún ruglar liugmyndum manna [auðvitað: „eðlilegum" hugmyndumj í stað þess að koma skipulagi á glundroðann í líf- inu.“ (Rétt áður hefur höfundur lýst því hversu ágætur undirbúningur lögfræðinám sé fyrir skáld!!) Og í kafla sem heitir Vís- indi og skáldskapur viðurkennir Tómas Guðmundsson reyndar að vísindin hafi „fært út svið mannlegrar þekkingar". „En þau hafa ekki að sama skapi stækkað til- veruna." (?) Og hann dregur mjög í efa að stærðfræðilegar uppgötvanir geti valdið „nokkurri hugljómun eða andlegri hrifn- ingu“. Stærðfræði samræmist ekki „normi“ Tómasar Guðmundssonar, en auðvitað gæti til dæmis ósöngvinn maður með jafnmikl- um rétti neitað því að tónverk snillinganna geti valdið hugljómun og hrifningu. Bein hliðstæða við hina góðu samvizku meðalhófsins og sjálfstraust „heilbrigðrar skynsemi" er oftrúin á hið almenna og ei- lífa; Tómas Guðmundsson er kumpán hins „eilífa manneðlis". Hingað virðist skilning- ur hans á skáldskap og list eiga rætur sínar að rekja. 1) Hið „almenna manneskjulega gildi eða mannlega samgildi" (bls. 67) er sú fagurfræðilega kennisetning sem hann leggur mesta áherzlu á. Og 2) þetta mann- lega samgildi er ótímabundið og eilíft. „All- ur skáldskapur leitar þess tímabundna ein- göngu vegna þess að hann finnur þar túlk- un á þeim viðfangsefnum lífsins, sem eru ótímabundin og eilífs eðlis.“ (Bls. 110.) „Og þrátt fyrir allt er undirstraumur lífsins ótrúlega líkur sjálfum sér á öllum öldum, þó að yfirborð hans breytist, og allur sann- ur skáldskapur á rót sína að rekja til sama upphafs, þó hann leiti sér forms við hæfi nýs tíma.“ (Bls. 108.) Ég get ekki eytt hér miklu rúmi í að ræða þessa virðulegu akademísku kenningu um hið almenna sem aðalkvarða og efnivið lista og bókmennta. Fáar kennisetningar hafa leitt til meiri misskilnings (eða öllu heldur skilningsleysis) og rangfærslu á bók- menntum en þessi. Þó kenningin hafi einu sinni haft í sér fólgið frjómagn og frelsi er það aðalhlutverk hennar nú á dögum að limlesta veruleikann alveg á hliðstæðan hátt við sálarfræði „normalitetsins", og allir aðrir en sjálfbirgingar fara með þetta hug- tak af mikilli tortryggni. Með sífelldu fjasi um hina eilífu og almennu þýðingu og skír- skotun listarinnar hefur athyglin verið leidd frá því sem meira er um vert: hinni tíma- bundnu þýðingu listaverkanna. Því eilífð- in og hið almenna eru hugtök sem hvorki listamaðurinn né almenningur hefur mögu- leika til að afmarka; ef listamaðurinn fer að eltast við þau eru alltaf meiri líkindi til að list hans gufi út í tómið en að hún verði eilíf; honum nægir að reyna að ná tökum á þeim tíma sem hann þekkir og svara þeim aðstæðum sem eru hans raunveruleiki, tala til þeirra manna sem heyra til hans; ef liann leggur fram allt afl sitt í þessu skyni þá kann honum að vísu að veitast allt hitt að auki, en það varðar hann ekkert um. — En kenningin er ekki aðeins óafvitandi lim- lesting veruleikans heldur einnig vísvitandi. Ilún hefur haft praktísku hlutverki að gegna í sjálfsvörn hins borgaralega skipu- lags. Heimurinn er óbreytanlegur, segir hún, listamaðurinn er hreinn andi, hann er fyrir utan heiminn, fyrir ofan mannfélagið. Þegar listamaðurinn ákærði hið borgara- lega skipulag í verkum sínum féll ákæran niður sjálfkrafa, dauð og ómerk, því að heimurinn er óbreytanlegur, því að lista- maðurinn tekur aðeins til meðferðar hið al- menna, eilífa og óbreytanlega; þessvcgna er hið borgaralega þjóðfélag ekki um neitt að saka. Þegar kenningin skýtur upp koll- inum ber alltaf að hafa í huga hið prakt- íska og sögulega hlutverk hennar. 326
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.