Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR talismann guði þóknanlegan og leyfði honum að afneita guði í verki gegn því að hann dýrkaði hann í orði. Að þessari málamiðlun hafa kristin þjóðfélög búið síðan. Nú, þegar kirkjan stendur andspænis annarri andstæðu, kommúnismanum, sem gcrir ekki ráð fyrir tilveru guðs í orði en leitast við að koma á þjóðskipulagi sem er nær hinni upprunalegu hugsjón kristninnar í raun en nokkurt þjóðskipulag hefur verið, þá er sannar- lega aðeins von að sumir prestar fortaki ekki að kirkjan geti lifað í „friðsamlegri sambúð við kommúnismann", einkanlega þegar þeir vita manna bezt hvílíkan sveigjanleika kirkjan hefur þegar sýnt gagnvart þjóðfélagsafli sem að áliti sannkristinna manna var tæki djöfuls- ins. Og þetta er því minna undrunarefni þegar þess er gætt að þó sönnum kommúnista sé lífið á jörðinni vissulega meira virði en vafasamir möguleikar annars lífs, þá kostar það hann enga sjálfsafneitun að berjast við hlið þeirra kristinna manna sem eru svo samkvæm- ir sjálfum sér að þeir kjósa heldur sósíalisma en kapítalisma. Slíkir menn eru víða til inn- an kristinna kirkna; kirkjan hefur lengi verið pólitískt klofin, á mismunandi skýran hátt, í hægrisinnaðan meirihluta og vinstrisinnaðan minnihluta. Það er mergurinn málsins. Þegar íhaldið íslenzka krefst þess að prestamir „taki af skarið“ þá er það út frá þessari staðreynd. Allsstaðar þar sem kapítalisminn hefur nægiiega sterk ítök innan kirkjunnar neytir hann þeirra til að láta kirkjuleg yfirvöld fordæma hinn vinstrisinnaða minnihluta í nafni Guðs. Óðar en það er gert, en ekki fyrr, em íhaldsflokkar sjálfkrafa orðnir viður- kenndir verjendur kristninnar, og geta notað það mikla vald sem kirkjan hefur víða yfir hugum manna sér til framdráttar. Þannig hefur orðið til það ótótlega fyrirbæri nútíma- stjómmála sem nefnist „kristilegir ]ýðræðisflokkar“. Tilgangurinn með stríði Morgun- blaðsins við prestana er því að hræða íslenzk kirkjuyfirvöld til að bannfæra kommúnism- ann, í þeim skilningi sem Morgunblaðið leggur í það orð, en samkvæmt þeim skilningi em til dæmis allir kommúnistar sem berjast gegn hernámi og fyrir hlutleysi Islands. Ef það tækist væri Sjálfstæðisflokknum veitt óbein heimild kirkjunnar til að verða kristilegur sjálfstæðisflokkur. íhaldið á íslandi er nú aftur farið að líta til þýzka auðvaldsins sem fyrirmyndar, en í Þýzkalandi er einmitt að finna eitthvert gleggsta dæmið um kirkjulega afturhaldspólitík; í kosningunum sem þar em nýafstaðnar lét líka katólska kirkjan þau boð út ganga til kristinna manna að þeim bæri að kjósa Adenauer en ekki Brandt. En hér er þó dálítill trafali í leið íslenzka afturhaldsins. Dæmin em sem sé legíó um samruna katólskrar kirkju og auðvaldsflokka, en miklu færri um bein pólitísk not mótmælenda- kirkna. Hefð prótestantismans veldur því að hér er erfitt um vik. Það er varla um að ræða nema eitt dæmi úr nútímasögu um beina pólitíska notkun prótestantískrar kirkju, en það er afstaða hollenzku kirkjunnar í Suður-Afríku. Þegar Sameinuðu þjóðimar samþykktu vítur á apartheid-stefnuna árið 1951 í nafni mannréttindanna, svaraði þessi kirkja til dæm- is með yfirlýsingu þar sem meðal annars stendur; „Það em engin náttúrleg réttindi til, því mönnum falla í skaut réttindi og forréttindi af náð Guðs.“ Það verður víst langt þangað til íslenzka mótmælendakirkjan verður svona pólitískt þjálfuð. Enda virðist íhaldið á íslandi vera að búa sig undir að taka upp ný trúarbrögð sem væru auðsveipari flokkshagsmununum. Það eru trúarbrögð Siðvæðingarinnar, en leiðtogi hennar dó með nafn íslands á vömnum ef trúa má postulum hans hér. Meðan hann lifði kippti hann sér ekki upp við það að rugla reitum kapítalismans saman við trú sína, og ef einhver fór að fetta fingur út í það svaraði hann einfaldlega og blátt áfram með því að spyrja hvort Guð væri ekki milljörðungur líka. o n 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.