Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 33
SAGNFRÆÐIN OG ÞRÓUN HENNAR
tækni og vísindum, nýjar stefnur
komu fram í heimspeki, listum og
sagnaritun, en á íslandi h jakkaði allt
í sama fari. Menn héngu þar í hinu
ævaforna og frumstæða árbókaformi
í söguritun, drukknuðu í sínum eigin
fróðleik, ef svo mætti að orði komast.
A 12. og 13. öld höfðu íslenzkir sögu-
ritarar verið í fremstu röð slíkra
manna í Evrópu og samið sígild verk,
Arngrímur Jónsson þekkir einnig til
hlítar kenningar og starfsaðferðir
húmanistanna og neytir þeirra í verk-
um sínum. Árni Magnússon er allra
manna glöggskyggnastur á gildi
heimilda og langt á undan sinni sam-
tíð í heimildamati; — en allt um það
tekur íslenzkri sagnaritun að hrörna,
og hún einangrast, er borgarastétt-
inni vex fiskur um hrygg úti í álfunni
og ber nýjar samfélagshugmyndir og
heimspekistefnur fram til sigurs. Hér
var engin borgarastétt, aðeins frum-
stætt bændasamfélag, og það reis ekki
um skeið undir því að fylgjast með
straumum og stefnum samtíðarinnar
i vísindum og listum. A 19. öld er
það einkum einn maður, sem gnæfir
yfir samtíð sína og fjallar um íslenzka
sögu, en það er Jón Sigurðsson. Hann
hafði hug á því að semja eða láta
semja íslandssögu, þótt hann kæmi
því ekki við, en í ýmsum ritgerðum
fjallar hann af dirfsku og þekkingu
um margvísleg söguleg efni, en aðal-
starf hans á sviði sagnfræði er heim-
ildasöfnun og útgáfur heimildarrita.
Það verða því lítil umskipti í sögu-
ritun Islendinga fram á 20. öld, eða
þangað til Háskóli íslands tekur til
starfa, en þá erum við orðin rúmri
öld á eftir tímanum í sagnfræðiritun.
Við háskólann hafa ýmsir mætir
menn starfað, og eftir þá liggur margt
ágætra rita og rannsókna, en þó er
víða pottur brotinn í íslenzkri sagn-
fræði á vorum dögum, enda geta
mjög fáir helgað sig sagnfræðirann-
sóknum hér á landi. Þegar ég innrit-
aðist í íslenzk fræði við háskólann
fyrir 20 árum, urðu ýmsir velviljaðir
menn til þess að vara mig eindregið
við því að velja sögu sem aðalnáms-
grein, af því að ekki væri til nema eitt
embætti í landinu ætlað sérfræðingi í
íslenzkri sögu. Við skóla landsins er
mikið um sögukennslu, en ekki eitt
einasta kennaraembætti í íslandssögu
utan háskólans. í öllu okkar dýra
skólakerfi, sem kostar tugi milljóna
króna á hverju ári, er engin staða til
ætluð manni með sérþekkingu í sögu
þjóðarinnar. — í öðrum löndum þyk-
ir sjálfsagt, að sérfræðingar í sögu
þjóðarinnar starfi við skjalasöfn rík-
isins, en hér er annar háttur á hafð-
ur; við þjóðskjalasafnið starfa nú 7
menn, einn er sérfræðingur í hand-
ritalestri og skjalafræði, annar hefur
háskólanám að baki í almennri sögu,
þriðji er málfræðingur, fjórði bók-
menntafræðingur, en þar er enginn
sérfræðingur í íslandssögu, og ekki
sótzt eftir mönnum með slíka mennt-
271