Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unum — svona grenjaði Pepík Vejvoda, svona vældi Marsenka Vostra, og svona snökti Franta Popel. Hún þekkti þau öll og fékk tár í augun. „Hinir krakkarnir eru allir að grenja, mamma,“ sagði hún, „og ég grenja ekkert! “ Hún ætlaði að segja eitthvað meira, en gat það ekki því það kom stór mað- ur í stígvélum og með kaskeiti, tók Katsénku í fangið og sagði við mömmu hennar á þýzku: „Þér megið vera þess fullviss, að séð verður fyrir barni yðar svo sem bezt verður á kosið, þér getið verið óhræddar. Það er engin ástæða til að æsa sig upp, gjörið svo vel að segja ekkert, sem þér gætuð iðrazt eftir á morgun.“ Og mamma hennar kallaði á eftir henni útá eldlýst torgið: „Katsénka, ekki gráta, mamma kemur rétt strax. Katsénka, vertu góða- barnið.“ „Mamma,“ beljaði Kata, og tárin flæddu svo að fyrnum sætti úr ekki stærri líkama, „mamma, ákvurju stendurðu kjur? Alltaf kem ég með þér hvert sem þú biður mig. Akvurju kemurðu ekki með mér?“ Logandi raftarnir hrundu og það gnast í gömlum, skráþurrum viðnum. Bíll fór í gang, og útí skóginum vöknuðu fuglarnir og görguðu stundarkorn en komu sér svo saman um, að mennirnir væru eitthvað að bauka eina ferðina og fuglum kæmi það ekki við. Rauður eldbjarminn á himininum varð grár, næturroðinn dó út og það kom í ljós, að í efra hafði ekkert gerzt. Stjörnurnar tindruðu, stórar og hreinar, í hversdagslegri ró sinni, þeirra á meðal sólin okkar litla, sem í nótt hafði verið öðru að sinna hinumegin á hnettinum, og þegar hún kom yfrum til okkar var það allt búið. Uppúr miðnætti höfðu þeir leynilega flutt karlmennina, sem búið var að skjóta, í kvosina neðanundir skógarvarðarkofanum og rutt yfir þá lausum, barrbornum jarðvegi, sem auðvelt var að moka. Síðan helltu þeir kalki yfir svo að kvosin var eins og snjóað hefði í hana um hásumarið. Klukkutíma síðar fluttu þeir konurnar burt á stórum Steyervörubílum, átta saman á trébekkjum, ákvörðunarstaður ekki kunnur, eins og sagt var. Þær voru allar með skýluklúta nema tvær með hatt, kona yfirkennarans og Traj- tsova gamla í kránni. Hæst létu mömmurnar, þær æptu hver á sitt barn, en hvemig áttu börnin að heyra þegar hver kallaði uppí aðra og allar í einu. Ef mömmurnar hefðu ekki kallað á Marsenkurnar sínar hefði Katsénka kannske heyrt til sinnar; en Marsenkurnar voru sex svo enginn henti reiður á 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.