Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 31
SAGNFRÆÐIN OG ÞROUN HENNAR á sagnaritun valda nýjum vandamál- um, m. a. deila menn um það, hvoru beri að skipa í öndvegi í sagnaritun: þróun atvinnuhátta og hinna svo- nefndu „lægri stétta“ eða fyrirferðar- miklum einstaklingum. Einnig hafa menn gert ýmsar tilraunir til þess að koma fram með allsherjar skýringar á sögunni og gangi hennar. Ég hef leitt hest minn hjá því að rekja þær, af því að mönnum er nauðsynlegt að þekkja að nokkru sögu sagnahefðar- innar, áður en fjallað er um deilur eða skoðanir á túlkun sögunnar. Og deilur um sögutúlkun setja engan svip á sagnaritun samtíðar okkar, þar rík- ir miklu meiri eining en sundurlyndi, og menn keppast við að leiðrétta og samræma sjónarmið sín. Sagnfræðiritun á Islandi Sagnfræðilegur arfur okkar Islend- inga er á ýmsan hátt sérkennilegur, því að hér úti hefur yfirleitt skipt í tvö horn um sagnaritun og sögutúlk- un; — ýmist hefur íslenzk sagnfræði- ritun og sagnfræðirannsóknir staðið með miklum blóma eða menn hafa gjörsamlega lagt slíka fræði á hilluna og ekkert sinnt sagnfræði um aldar- bil. Eitt af því fyrsta, sem skráð er á vora tungu, er vísindalegt sagnfræði- rit, íslendingabók Ara fróða. Þetta rit er með beztu vísindalegum sagn- fræðiritum síns tíma, ritað af glöggri dómgreind á mikilvægi atburðanna, er hóflátt og heimildagagnrýni örugg. Á 12. og 13. öld breiðir sagnfræði- ritun svo úr sér á Islandi, að vafa- samt er, að nokkurs staðar og nokkru sinni hafi sagnfræðiritun og rann- sóknir staðið með meiri blóma á mið- öldum. Þá keppast íslendingar ekki einungis við að semja hin lærðustu verk um sína eigin sögu allt frá land- námsöld, heldur rita þeir einnig mik- ið og vel um sögu allra nágranna- þjóða sinna, söguskyn þeirra spennir yfir allt hið norræna menningar- svæði; þeir skilja, að saga íslands er hluti af miklu stærri heild. Snorri Sturluson byrjar bók sína um Nor- egskonunga á orðunum: „Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir“. Honum er ljóst, að hann ræðst í að semja hluta af veraldarsögu. Auk víð- sýninnar einkennast beztu íslenzku sagnarit þess tíma af miskunnarlausu raunsæi miðað við ríkjandi aldar- hátt. Eftir að Islendingar ganga Noregs- konungi á hönd og kirkian vinnur skilorðsbundinn sigur í Staðamálum 1297, dregur óðum þrótt úr sagnarit- uninni og hún verður kotungslegri. Á 14. öld eru samin ágæt sagnfræði- rit um biskupa tímabilsins, en um 1350 hætta íslendingar að leggja það á sig að leita samhengis í sinni eigin sögu og láta sér nægja annálaformið; rita sundurlausar atburðaskrár, sem eru frumstæðustu gerðir sagnfræði- rita. En um 1430 verða þessi örverpi sagnaritunarinnar bráðkvödd, og fs- 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.