Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 19
BJORN ÞORSTEINSSON Sagnfræðin og þróun hennar Heiti fræðigreinarinnar ÍSLENZKU hefur orðið saga mjög víðtæka merkingu; það er auð- vitað skylt sögninni að segja og tákn- ar hvers konar frásögn eða sögur, allt frá lygisögum, þjóðsögum og eldhús- reyfurum til jarðsögu, þjóðarsögu og mannk)Tissögu. En einnig getur orðið saga merkt sjálfa atburðarásina, sem frá er skýrt, söguefnið; t. d. „sögðu þeir alla sögu, sem gengið hafði yfir þá“; .. . „var hann þá mjög hniginn á efra aldur, er sú saga gerðist.“ — Einnig eru til samsettu orðin: sagna- maður, sagnameistari, sá sem kann margar frásagnir, segir þær eða skrá- setur, er fræðaþulur; - sagnaskemmt- an, að skemmta með sögum. Orðið saga merkir því atburðarás eða frá- sögn af einhverju, sem gerzt hefur fyrir löngu eða skömmu eða mun gerast, eða menn ímynda sér að hafi eða geti gerzt. Merking íslenzka hug- taksins saga dregur taum frásagnar- listarinnar, en höfðar síður til at- burðanna, sem fjallað er um. Skýr- greiningar og lýsingar á fyrirbærum eru ekki saga í íslenzkri málvitund, við tölum ekki um dýrasögu eða grasasögu, heldur fjöllum um dýra- og grasafræði; með öðrum orðum er munur á hugtökunum fræði og saga. Ritgerð um rannsókn og leit að frum- gerð Gamla sáttmála er ekki saga, hve Iöng og ýtarleg sem hún er. Sama er að segja um ritgerð um fæðingarár Jóns biskups Arasonar; enginn mundi segja, að hann væri að lesa sögu, væri hann staðinn að því að lesa slík fræði, heldur segðist hann vera að lesa sagnfræði eða sagnfræði- ritgerð. í báðum þessum dæmum er fjallað um einstakar staðreyndir, báðar eru liðir í atburðarás; Gamli sáttmáli á að baki sér langan þjóðfé- lagslegan aðdraganda; sú atburðaröð er saga, en hins vegar er erfiðara að skrá sögulegan aðdraganda að fæð- ingu Jóns Arasonar. Það er einstakur atburður, og það skiptir nokkru máli að vita hið rétta ártal, en fæðing manna er engin saga í sjálfu sér; það er fróðleikur að vita slíka hluti, en ekki saga. í íslenzku merkir saga því atburðaröð eða frásagnir af slíkum atburðum, en hvorki einstaka atburði TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 257 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.