Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 97
UMSAGNIR UM BÆKUR 4 Þótt Bjarni Einarsson geri sannarlega virðíngarverðar tilraunir til að fara aðra leið að vísum sagnanna en fyrirrennarar hans, Sigurður Nordal, Einar Ólafur Sveins- son og fleiri, má segja að sú viðleitni geri hvorki gagn né mein. Hann miklar hana og niðurstöðurnar fyrir sér einsog raunar er skiljanlegt um mann sem hefur laungun og eyðir tíma til mikilla uppgötvana. Hverjum heilskyggnum manni mun þykja óþarft fyr- ir fræðimann að grípa til hálmstráa á borð við þau dæmi sem hér hefur verið vísað til, fárra af mörgum, ef hann reisir rannsóknir sínar á traustum grunni. En svo vikið sé að meginuppistöðu bók- arinnar, áhrifum hinnar próvensku stefnu á kveðskap í þessum íslenzku sögum, þá er það að segja, að falli hún, eru aðrar rök- semdir Bjarna um aldur vísnanna lítils virði. Þær eru ekki veigameiri en það. Bjarni er hinsvegar helzti nízkur við les- andann á dæmi úr skáldmennt trúbadúr- anna, svo samvizkunnar vegna er örðugt fyrir hinn síðarnefnda að sannfærast að svo komnu máli. Ilvergi er til dæmis minnzt á hugsanleg áhrif í ytra formi, né yfirleitt nokkurn skapaðan lilut sem augljós gæti þótt sem bein áhrif, — nema þetta eilífa eina: „tilfinningasemi, ástarþrá eða harm- ur“. Það væru þá einna helzt einhverjar ný- stárlegar og frainandi myndir eða samlík- íngar í vísum Kormáks sumum, sem koma þarna til greina og margir hafa veitt at- hygli fyrr og síðar. Þá dettur manni ósjálf- rátt í hug deila tveggja merkra vísinda- manna, Bjarnar M. Ólsens og Finns Jóns- sonar, um heimkynni Eddukvæða. Þar mátti oft heita að Finnur sæi einga mögu- leika á að íslenzk skáld gætu minnzt á hluti nema þeir beinlínis lægju í túninu hjá þeim (Tímarit Bókmenntafélagsins, 15.—16. árg.). Ein þekktasta vísa Kormáks, 61. vísa sög- unnar: Heitask hellur fljóta — o. s. frv. hefur verið sögð líkjast Hórazi (65 — 8 f. Kr.) og því verið gizkað á að hún muni ort af latínulærðum 11. aldar manni sem hafi þekkt kvæði Hórazar. Þá er að athuga, að sláandi líkt hefur þótt með 77. vísu Kor- ináks sögu og Dante; og 7., 8., 53. og 56. vísu og Petrarca; þó eru þær líkíngar minni en með 61. vísu og Hórazi. En þá hrekkur skammt að færa faðerni vísnanna yfirá víð- lesinn Kormákssöguhöfund, því Dante og Petrarca voru báðir uppi nokkru eftir hans dag. Semsagt: ef menn geta með eingu móti trúað fomíslendíngum til að hafa farið með einkennilegan og framandi skáldskap, þá geta þeir lent í basli. Þorsteinn jrá Hamri. 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.