Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR höfði, voru þeir og misjafnt áhugasamir um að feðra vísur samkvæmt því sem þeir vissu réttast. Nú efast einginn framar um aS til dæmis flestar vísurnar í Grettis sögu, Harð- ar sögu, Víglundar sögu og Njálu séu ýmist verk söguhöfunda eða að minnsta kosti ýngri en viðfángsefni þeirra í sögulegum skilníngi. Meira vafamál hefur hinsvegar þótt um vísur í til dæmis Gunnlaugs sögu ormstúngu, Gísla sögu Súrssonar og Bjam- ar sögu Hítdælakappa; og sögur einsog Eg- ils saga, HallfreSar saga, Kormáks saga, Fóstbræðra saga o. fl. hafa nánast orðið friðhelgar aS þessu leyti, ef svo mætti segja: hversu rétt sem það nú raunverulega er, þá hafa skáld þau sem þarna er um fjallað laungum reynzt fastheldin á höfundarrétt- inn að vísum sagnanna, þótt vissulega séu þar undantekníngar um vísu og vísu. Nú er það svo um skáldskap að eigi að grafast fyrir um uppsprettur hans nægir sízt að rýna á orðin ein. OrS og myndir koma inní skáldskap eftir hinum flóknustu villini- stigum. Og þótt af slíku megi samt margt ráða um aldur og hugsanleg áhrif þá er önnur aðferð í þessu efni mun einhlítari, en jafnframt örðugri að skýra niðurstöður hennar eftir á. Hún er að gera sér grein fyr- ir þeim andblæ og því yfirbragði sem and- ar og skín framaní mann við lestur skáld- skaparins og trautt verða skilgreind með orðum svo fullnægjandi sé. Sakir þess sem ég drap á um vísur í ís- lendíngasögum ldýtur það að teljast nýj- úng er Bjarni Einarsson hefur í stórri bók, Skáldasögur, gerzt fyrstur fræðimanna til að eigna eindregið höfundum Kormáks sögu, HallfreSar sögu, Bjamar sögu og Gunnlaugs sögu svotil allar vísur þessara sagna, auk þess sem hann fjallar um upp- runa sagnanna almennt. Meginuppistaða ritgerðar hans eru áhrif strauma úr suðri, nánar tiltekið þess skáld- skapar sem kenndur er við trúbadúrana og Provence á Suður-Frakklandi, á skáldskap þessara sagna. NiSurstaSa Bjama verður meðal annars sú að vísurnar, einkanlega í Kormáks sögu, hljóti að vera ortar eftirað stefna þessi komst í algleymíng á 12. og 13. öld. Ég em einn leikmaður og tilgángur minn með þessum línum er ekki sá að ég vilji ó- virða lærða menn að óreyndu máli. Bjarni Einarsson er hugkvæmur í frekasta lagi og bók hans er vissulega straung áminníng um að treysta eingu um of þótt það virðist staðnað í endanlegum niðurstöðum. Satt að segja virðast mér þó skrif hans í þessu efni einkennast af helzti miklum einstreingíngs- hætti, þótt þar sé vafalaust mikið um merk- ar athuganir. Hermann Pálsson lektor hefur birt í Þjóðviljanum ýtarlega umsögn um þann skerf sem Bjarni leggur til rannsóknar á Kormáks sögu í Skáldasögur. Gætir þar mjög áþekkra skoðana og hjá undirrituð- um varðandi mörg atriði. Þarsem grein Her- manns er laungu komin fyrir almenníngs- sjónir læt ég hjá líða aS drepa á margt sem mestu skiptir í þessari bók; því voru gerð drjúg skil í grein Hermanns. Hér verður einúngis minnzt á nokkrar aðferðir sem Bjarni beitir í rannsókn sinni og hljóta að orka tvímælis. 2 Þær fjórar skáldasögur sem Bjami tekur til meðferðar eiga margt sameiginlegt eins- og hverjum mun vera ljóst sem les þær. Fyrst og fremst það sem Bjami nefnir rétti- lega: „ævilöng ást skálds á eiginkonu ann- ars manns“. Borgfirzku sögurnar fara og nokkuð saman um sérkenni og á hinn bóg- inn þær húnvetnsku. Rekur Bjami þetta í rækilegu yfirliti. Ég álít þó aS Bjami og ýmsir fleiri geri óeðlilega mikið úr beinni stælíngu þessara sagna innbyrðis. Þetta vin- sæla söguefni um ástina og afbrýðina hafði 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.