Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eða staðreyndir. Oftast táknar orðið röð mannlegra athafna, en það getur einnig færzt yfir á hina dauðu nátt- úru, merkt lýsingu á háttbundnum breytingum jarðarinnar; þá tölum við um jarðsögu. Hins vegar særir það íslenzka málvitund að tala um náttúrusögu, þótt það hafi verið gert í þýðingum. Lýsingar á dýrum og jurtum eru óháðar tímabundinni röð atburða, en „tímatalið er grundvöllur alls sagnafróðleiks“, segir Grímur Thorkelín í 1. bindi Lærdómslista fé- lagsritanna 1781. Það skiptir t. d. meginmáli, hvort Jón Arason biskup reið í Skálholt fyrir eða eftir alþingi 1550. Sagan gerist í ákveðinni tíma- röð; það er og hefur verið grundvall- areinkenni þeirrar fræðigreinar frá íslenzkum bæjardyrum séð. Á öðrum tungum eru mörg orð notuð um það fyrirbæri, sem á ís- lenzku hlýtur samheitið saga með eða án annarra orðstofna til skýrgrein- inga. Þannig er orðið róman alþjóð- legt heiti á skáldsögu, novelle á smá- sögu, en historia er alþjóðlegt sam- heiti á sögunni, og hefur síðustu öld- ina verið þýtt með orðinu sagnfræði. Á þýzku eru þó jöfnum höndum not- uð orðin Historie og Geschichte. Ge- schichte merkir það sem gerist og hef- ur gerzt, bæði þekkinguna á því og frá- sögn þess. Þjóðverjar tala um Natur- geschichte, náttúrusögu, Geschichte der Pflanzen, jurtasögu; og auðvitað einnig Geschichte der Menschheit, mannkynssögu, o. s. frv. Hugtakið Geschichte gefur til kynna, að eitt- hvað gerist eða hefi gerzt, það er að- alatriðið, en ekki frásögnin, eins og fram kemur í orðinu saga á íslenzku. Hið alþjóðlega heiti historia er grískt, fyrst notað svo menn viti af gríska sagnfræðingnum Herodotos, sem uppi var á 5. öld fyrir Kristsburð, og er talinn faðir sagnfræðinnar. Orðið Historia merkir rannsókn, uppgötv- un eða athugun, skylt sögninni histor- ein: rannsaka, er síðar hlýtur merk- inguna að skýra frá; hjá Herodotos fær orðið merkinguna frásögn af rannsóknum. Þar kemur fyrst fram, að sagan geti verið vísindi, gefið svör við spurningum um málefni, sem menn viðurkenna, að þeir þekki ekki. En Grikkir ætluðu henni ekki að fjalla um öll svið mannlegrar þekkingar, heldur einungis mannleg málefni, ta anþropina, en t. d. hvorki guðlega hluti né stærðfræðileg viðfangsefni. Þeir ætluðu sögunni ekki heldur að grafast fyrir um eða skýra atburði í grárri forneskju eða í framtíðinni, heldur á sögulegum tímum, því skeiði í fortíðinni, sem sagnir hafa varð- veitzt um. Rómverjar tóku snemma upp gríska orðið historia um frásagnir af liðn- um atburðum, en latneska heitið á sögufróðleik var res, sem merkir hlut- ur eða atburður. Þannig merkir: res populi Romani orðrétt atburður Rómalýðs, en er heiti á sögu þeirrar 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.