Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 71
UNGINN „Kannske hefur einhver gleymzt hérna og er hræddur að gefa sig fram,“ hugsaði Katsénka óánægð. „Ekki að vera hræddur, kjáninn þinn, ég er líka hérna ein!“ Hún kom nær og sá hvar lá hvitt egg, ekki mjög stórt og heldur ekki mjög lítið, en heilt. Nú er ég fegin, þó það sé hrátt, hugsaði Katsénka, en ég ætla ekki að borða það strax því það er ekki nema eitt. Eg tek það með mér. Og á það. Þegar ég verð orðin mikið svöng þá geri ég á það tvö göt, að ofan og neðan, og sýg úr því. Nú var sólin komin uppfyrir birkilundinn. Og fyrst hún var komin þetta hátt nennti hún ekki að snúa við. Það var farið að hlýna svo að Kata fór úr hvítu angórapeysunni sinni, vafði henni utanum eggið og fór í mömmuleik. „Katrín,“ sagði hún við sjálfa sig, „þá er ég komin úr bænum og sé að þú hefur ekki tekið til. Og hvað er þessi peysa að gera þarna á gólfinu?“ „Mamma,“ svaraði hún sjálfri sér, „það er hvítt egg inní peysunni.“ „Katrín, vertu ekki að þessu bulli,“ sagði þykjastmamman. „Og náðu í sóp fyrir mig. Ósköp er að sjá á þér lúkurnar, krakki. Alveg er mér ofvaxið að ráða við þig, barn!“ Um hádegi ákvað hún að borða eggið bara strax. Fyrst skrældi hún hvít- laukinn og át einn logandi beiskan geira, svo vafði hún utanaf egginu og ætl- aði að fara að gera á það gat þegar henni fannst barið eins og einhver væri að koma í heimsókn. Hún lagði eggið uppað eyranu og hlustaði ögn, en heyrði þá ekkert bank heldur bara eins og einhver væri að bylta sér, teygja sig og kreppa. Og allt í einu brotnaði svolítið gat á breiðari endann og útum það gægðist ofurlítill, fallegur goggur. Strax og hann birtist gapti hann og fór að anda. Hann andaði og andaði eins og hann gæti aldrei andað sig saddan; en þegar hann var búinn að drekka nægju sína af súrefni tísti hann hjáróma og feimnislega eins og hann tryði varla sjálfum sér að það leyfðist yfirleitt að tísta í þessum heimi. Þetta er agnarpínulítill ungi, sagði Katsénka og var himinlifandi. Hann er að brjótast inní heiminn og er svona líka heppinn að ég skuli hafa orðið hérna eftir. Annars skriði hann úr egginu og enginn væri hér. Og svo bætti hún við: „Ég gæti sosum hjálpað honum útúr skurninni, en það má ekki, þegar hann er orðinn nógu sterkur skríður hann sjálfur út.“ Samt gat hún ekki stillt sig um að banka laust á skurnina með hnúanum. Þá hefur unginn líklega orðið meir en lítið forviða hver væri að banka í sig og 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.