Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hverri þessara ástæðna menn gerist lið-
hlaupar. Ver hann löngu máli til að gera
grein fyrir þessu, en hér skal einungis tek-
in glefsa úr kaflanum sem fjallar um þá
ástæðu, að menn vilji styðja alsírsku þjóð-
ina í baráttu hennar.
Ef stríð það, sem Frakkar heyja
gegn alsírsku þjóðinni, er ranglátt, þá
er það vegna þess að málstaður al-
sírsku þjóðarinnar er réttur málstað-
ur. Þetta verður ekki hrakið. Sjálf-
sagt er hægt að drýgja dáðir með
rangan málstað á bak við sig, og
fremja glæpi, þótt barizt sé fyrir rétt-
um málstað. En slíkt réttlætir á engan
hátt þær afstæðisályktanir sem menn
leitast venjulega við að draga af því.
Réttur málstaður heldur áfram að
vera réttur, hvaða mistök sem fylgj-
endur hans hafa gert sig seka um.
Sagan er ætíð söm við sig: það var
fjandskapur alls heimsins í nær þrjá-
tíu ár sem gerði Stalínstefnuna í So-
vétríkjunum allt að því óhjákvæmi-
lega, og glæpir Stalínstefnunnar hafa
aldrei réttlætt á nokkurn hátt skipu-
lag auðvaldsins. Eins er því varið, að
það sem þið ásakið Þjóðfrelsishreyf-
inguna fyrir (ranglega eða réttilega,
og oftast vegna þess að þið hafið
treyst röngum upplýsingum) það ætti
fyrst að ásaka ykkur fyrir.
Einmitt vegna þess að við erum
flæktir í Alsírstríðið, þetta endalausa
þjóðarmorð, þessa viðurstyggilegu
synjun á frumstæðustu mannlegum
kröfum, getum við ekki lengur leikið
hlutverk dómara: annaðhvort stönd-
um við í þessari fylkingu eða við
hlaupumst yfir í hina fylkinguna. Og
sannfæring sumra ungra manna með-
al þeirra sem nú neita að láta etja sér
gegn alsírsku þjóðinni, er sú, að með
því að veita henni stuðning, þjóni
þeir einmitt Frakklandi og gerist ekki
liðhlaupar nema úr fylkingu fasism-
ans.
V
I þessum kafla beinir Jeanson orðum
sínum fyrst að þeim blaðamönnum sem
höfðu ásakað hann og samherja hans fyrir
að vilja koma á friði í Alsír, hvað sem það
kostaði, jafnvel þó afleiðingin yrði að öllu
sambandi væri slitið milli landanna, alsír-
herinn franski og allir franskættaðir land-
nemar fluttir til Frakklands, og slík lausn
gæti orðið til þess að í Frakklandi sjálfu
kæmist á hrein fasistísk einræðisstjóm með
aðstoð hersins. Jeanson sýnir nú fram á að
hreyfing hans er einmitt andvíg slíkri lausn
sem hægrimenn hafa aftur á móti stundum
látið skína í sem hótun, og hvað herinn
snerti, þá séu vinstriöflin ein fær um að
neyða upp á herforingjana friði sem ekki
væri jafnframt algjör sambandsslit við Al-
sír.
Því vinstriöflin eru ein fær um að
taka tillit til raunverulegra aðstæðna,
og aðstæðurnar, hvernig sem litið er
á þær, útheimta nú fremur en nokkru
sinni áður vináttu Frakklands og Al-
sírs, sem er eina leiðin til að tryggja
í senn friðinn og veg Frakklands.
Hvað kenna oss þá hinar raunveru-
legu aðstæður? í fyrsta lagi að Alsír-
286