Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 91
UMSAGNIR UM BÆKUR ræðið, heldur skáldskapurinn og pólitíkin, í víðri merkingu. En hvortlveggja hugtakið er svo loðið og óskilgreint að allt verður að einu kviksyndi. — Nokkur dæmi um ámóta vandaðar rökfærslur hafa þegar verið til- greind, og verður ekki lengra farið út í þá sálma, enda mundi það æra óstöðugan. En reglan er sú að eftir því sem höfundur fær- ist meira í fang og setur sig í hátíðlegri stellingar, eftir því verður röksemdaleiðsla hans innihaldslausari og óskýrari. í samræmi við tilvitnun hér að framan má ætla að Tómas Guðmundsson hafi gert tilveruna upp við sig að eigin áliti, og þessi bók sé frekari eða að minnsta kosti um- búðalausari skjalfesting þess uppgjörs en áður hefur komið frá hendi Tómasar Guð- mundssonar. Nú er ekki við það að dyljast að mörgum finnst að tilveran sé ekki svo óbrotin að hún verði yfirleitt „gerð upp“ á þann hátt sem höfundurinn gefur í skyn; Tómasi Guðmundssyni finnst það líka stundum: „Við getum nefnilega aldrei vænzt þess að hafa fundið hinn eina endan- lega sannleik, þetta sem við köllum stund- um heimsins tromp,“ segir hann á bls. 108. Þessar tvær andstæðu staðhæfingar, um uppgjör tilverunnar og heimsins tromp, eru harla einkennandi um þessa bók, ómeðvit- aðar mótsagnir hennar, ósamrýmd kenn- ingaslitur hennar, ósjálfráða sveiflu höfund- arins milli broddborgaralegrar þröngsýni og sjálfbirgingsskapar annarsvegar og hins- vegar grunsemda um að meira þurfi til að gera tilveruna upp. En því miður, trúin á að sannleikurinn sé virðulegur horgari er undirstraumurinn. Spámennska hefur jafnan farið Tómasi Guðmundssyni illa úr hendi, og í þessari bók er hún því ankannalegri sem formið gerir höfundinn berskjaldaðri. Það er óvart hérumbil rétt hjá Matthíasi Johannessen: undanbrögðin eru gagnslaus; eftir lestur þessarar bókar skilst alltof vel og betur en áður hin göfuga nafnhót Tómasar Guð- mundssonar: borgarskáld Reykjavíkur, — veitt af hinum virðulegu borgurum kreppu- útgerðarinnar, staðfest nú síðast af virðu- legum lénsgreifum hernámsins. S. D. Skúli Guðjónsson: Bréf úr myrkri Heimskringla 1961. Facran sumarmorgun fyrir 35 árum sát- um við afi minn í varpanum á Felli. Afi var þá nærri orðinn blindur. Spurning, sem ég hafði reyndar velt fyrir mér áður, varð allt í einu sérstaklega áleitin af ein- hverju tilefni, sem ég hef gleymt: Hvernig ætli það sé að vera blindur? Það hefði verið nærtækt að spyrja afa. Ilann var svo þolinmóður og ófyrtinn, að ég gat spurt hann um flest. En um þetta? Nei, það var ómögulegt! En til að verða þó einhverju nær, gerði ég þá einföldu og sakleysislegu tilraun að taka höndunum fyrir augun og ímynda mér að þeim yrði ekki þokað þaðan aftur. Og reyndar, hún krassaði! Þessi ógnarfulla formyrkvun í morgundýrðinni þama í hlað- varpanum, þetta andartak, sem ég gerði mér hægt um hönd að margfalda með ei- lífðinni, það hefur orðið mér ógleymanlegt alla stund síðan. En svo krassandi sem þessi tilraun var og afhjúpun hennar á eilífðar- myrkrinu, þá náði hún þó aldrei nema til einnar hliðarinnar á sannleikanum um þetta mál, því hann er enda jafnmargbrotinn og sjálft lífið. Myrkrið hefur goldið hennar hjá mér að ósekju allt of lengi. Nú hafa fyrir skömmu borizt bréf þaðan, — óvænt svör við spurningu bemsku minn- ar. Blindi bóndinn á Ljótunnarstöðum í Strandasýslu, hann Skúli Guðjónsson, tek- ur með þessum bréfum sjáendur við hönd 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.