Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
The Wealth of Nations (Auðæfi þjóð-
anna) 1776. Á 19. öld haslaði verka-
lýðshreyfingin sér völl í vestrænum
samfélögum og krafðist endurmats á
hlutverki hins vinnandi fjölda í sög-
unni; um svipað leyti opnuðu forn-
leifavísindi og mannfræði mönnum
sýnir tugi og hundruð þúsundir ára
aftur í tímann. Fornleifafræðin er
ung vísindagrein, í raun og veru ekki
til orðin fyrr en um miðja 19. öld.
Fyrir þann tíma fjallaði hin ritaða
saga nær eingöngu um skeið ritaldar
í mannkynssögunni eða síðustu 5.000
árin, en mannkynið hefur búið á þess-
ari jörð a. m. k. um milljón ár. Ritað-
ar heimildir fjalla því aðeins um
Vz% af sögu mannkynsins. Okkur ís-
lendingum þætti það þunnur fróð-
leikur, ef íslandssagan ætti aðeins að
fjalla um síðustu 6 árin, hún ætti að
hefjast árið 1956, en allt sem gerzt
hefði á landi voru fyrir þann tíma
falla í gleymsku. Sex ár eru rúmlega
V2% af ævi íslenzkrar þjóðar í þessu
landi. Á síðustu áratugum hafa verið
gerðar geysimerkar uppgötvanir á
sviði fornleifafræðinnar, svo að nú
hafa menn öðlazt víða sæmilegt yfir-
lit yfir hina ópersónulegu menningar-
sögu forsögualdar hundruð þúsundir
ára aftur í tímann.
Þar að auki hafa menn á þessari
öld ráðizt til atlögu við hin geysi-
miklu skjalasöfn, sem hafa hlaðizt
upp síðasta árþúsundið hjá svonefnd-
um menningarþjóðum. Þar er hvert
vagnhlassið af öðru dregið fram af
gulnuðu bókfelli og rýnt í letrið í
fyrsta sinn í margar aldir. Við þessar
rannsóknir kemur margt nýstárlegt í
ljós.
Efling lýðræðis og almennrar
menntunar í Evrópu á 19. öld, batn-
andi kjör, tæknilegar framfarir og
efling raunvísinda varð grundvöllur
þess, að sagan tók að breiða úr sér,
ef svo mætti að orði komast. Þá tóku
sagnfræðingar að beina sjónum sín-
um að fleiri sviðum mannlegra at-
hafna en áður, tóku að rita um sögu
lista og vísinda, verzlunar, iðnaðar
og annarra atvinnuhátta og um miðja
öldina koma Marx og Engels fram
með þróunarkenningu sína í sagn-
fræðinni og Danvin nokkru síðar
með þróunarkenninguna í náttúru-
fræðinni. En allt fram undir aldamót
voru þessi nýju svið sagnfræðinnar
ekki viðurkennd viðfangsefni innan
háskólanna. I enskum háskólum var
t. d. nær eingöngu fjallað um styrj-
alda-, stjórnmála- og trúarbragða-
eða kirkjusögu fram undir 1900. En
á 20. öld hafa orðið miklar breyting-
ar á sagnaritun og sögukennslu mið-
að við fyrri tíma, þótt rannsóknarað-
ferðir hvíli að miklu leyti á fornum
grunni. Aðalbreytingarnar eru í því
fólgnar, að menn gefa nú hvervetna
miklu meiri gaum en áður að hinni
svonefndu menningarsögu, sögu at-
vinnuhátta, lífskjara almennings,
lista og vísinda. En þessar breytingar
268