Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 21
SAGNFRÆÖIN OG ÞRÓUN HENNAR
frægu borgar. Á miðöldum var al-
gengasta heitið á latneskum sagnarit-
um res gestae, eSa atburSi, sem hafa
gerzt, eSa fleirtölumyndin af gríska
orSinu historia, þ. e. historiae, og
merkir þá frásagnir. Merking hug-
taksins res gestae er því svipuS og í
Geschichte á þýzku; bæSi hugtökin
benda til atburSanna, sem sagan
fjallar um, en hvorki til rannsókn-
anna á þeim eins og gríska heitiS
historia né frásagnarinnar eins og ís-
lenzka heitiS saga.
HvaS sem líSur upphaflegri merk-
ingu þeirra orSa, sem notuS eru til
þess aS tákna sagnfræSi eSa söguna í
ýmsum málum, þá hafa þau hlotiS
þaS inntak aS merkja bæSi frásagnir
af því, sem gerzt hefur, þekkingu á
því og sjálfa atburSarásina, þaS sem
gerist í sögunni, eins og viS Islend-
ingar segjum stundum. Sama heitiS
er því notaS til þess aS tákna bæSi
fræSigreinina og viSfangsefni henn-
ar. Þessi tvívitula merking orSsins
saga gefur til kynna sérkenni fræSi-
greinarinnar; jurtir og grasafræSi
eru ólík hugtök, en saga og sagnfræSi
getur veriS eitt og hiS sama. ViS sjá-
um gróSurinn án aSstoSar grasa-
fræSinga, en atburSi fortíSar skynj-
um viS ekki án hjálpar sagnfræSinga,
svo mikilvæg eru störf þeirra, þótt
þau séu ýmsum annmörkum háS eins
og önnur mannanna verk.
OrSiS saga hefur komizt inn í er-
lend mál sem sérheiti á íslendinga-
söguin og öSrum miSaldafrásögnum,
sem ekki teljast til sagnfræSirita.
Hins vegar merkir þaS á engan hátt
sagnfræSi, og heiSursheitiS sögueyj-
an, sem erlendir menn hafa veitt Is-
landi, gefur þaS alls ekki til kynna, aS
þjóS sú, sem byggir þaS eyland, eigi
sér á einhvern hátt merkilega sögu.
Sögueyja merkir í raun og veru þjóS-
sögueyja eSa eyland, sem varSveitir
sagnir frá miSöldum. Annars hefur
hin rúma merking orSsins saga á ís-
lenzku orSiS til þess, aS íslendingar
hafa á síSari öldum myndaS ný orS
til þess aS tákna ýmsar greinar sög-
unnar. ÁSur er minnst á þaS, aS
Grímur Thorkelín talar um sagna-
fróSleik um 1781 í merkingunni
sagnfræSi, en orSiS sagnfræSi kemur
ekki fram fyrr en um miSja síSustu
öld. Um 1800 talar Magnús Stephen-
sen um sagnajrœði, en á einum staS
segir hann: „HeiSrun ... sem þess
vegna ber svo mikil NorSurlandanna
mesta sagnagrublara.“ Ekki hafa
menn veriS öldungis ánægSir meS
heitiS sagnagrublari; þess vegna seg-
ir Tómas Sæmundsson: „HiS eigin-
lega starf sagnagrennslarans er aS
fylgja mannkynsins tröppulegu fram-
förum.“ Sagnagrennslari náSi ekki
heldur aS festast í málinu, og í Fjölni
kemur fyrst fyrir orSiS sagnafrœð-
ingur, sem styttist í sagnfræðingur
um 1850.
SérheitiS sagnfræSi er því mjög
ungt á íslandi, þótt íslendingar hafi
259