Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þetta er atriði sem vert er að veita
athygli. Vinátta Alsírbúa við Frakk-
land er fyrirbæri, sem er jafn átakan-
legt og það er óvænt: því verður þó
ekki neitað hve djúprætt fyrirbærið
er. Vitanlega er hægt að finna því
nokkrar ástæður: I fyrsta lagi hafa
þeir notað mál okkar, og í öðru lagi
hafa allir þeir, sem dvalizt hafa í
Frakklandi að einhverju leyti sam-
lagazt daglegu lífi Frakka og fengið
þar ákveðið uppeldi á sviði stéttafé-
lagsskapar og stjórnmála. Þannig
heyrir maður enn í dag baráttumenn
Alsírbúa skírskota sí og æ til vissrar
myndar áf Frakklandi (1789, Mann-
réttindin, útbreiðsla frelsis í heimin-
um), eða til hins mikla þróttar
frönsku þjóðarinnar og þess hæfi-
leika hennar, sem komið hefur ber-
lega fram á mestu hörmungastundum
sögu hennar, að rísa upp og endur-
heimta aftur í einni svipan baráttu-
þrek sitt, þegar menn héldu hana sigr-
aða og beygða. En raunveruleikinn
hefur valdið Alsírbúum æ meiri von-
brigðum: þau hafa þó ekki náð að
deyða vonir þeirra með öllu, skera
gersamlega á rætur þessarar afstöðu
þeirra.
Það er þó mikilvægt að sjá tak-
mörk fyrirbærisins. Þessi vinátta við
Frakkland mun aldrei verða til þess
að Alsírbúar hætti að berjast upp á
líf og dauða fyrir sjálfstæði sínu ...
Við skulum athuga það, að helming-
ur landsbúa í Alsír er innan við tví-
tugsaldur og að mikill meiri hluti
þeirra, sem heyja baráttuna fyrir
sjálfstæði landsins, er nú og héðan í
frá ungir menn, sem hafa ekki þegið
neina menntun af Frökkum (aðeins
einn af hverjum tíu þeirra hafa átt
þess kost að ganga í franska skóla, og
þeir sem hafa haft tækifæri til að
sigla yfir Miðjarðarhaf áður en þeir
gerðust aðilar að þjóðfrelsishernum
eða aðstoðarsveitum hans, eru vafa-
laust enn færri). Þá er og þess að gæta,
að ný kynslóð mun brátt leysa af
hólmi þá kynslóð, sem ennþá stjórn-
ar byltingunni í Alsír, og sú kynslóð
er miklu tengdari skæruliðunum og
æskulýðnum og mun afneita Frakk-
landi á áþreifanlegri hátt: því Frakk-
land er ekki annað í þeirra augum en
það land, sem heyr styrjöld gegn
landi þeirra, til að geta haldið áfram
að mergsjúga það, eftir að hafa merg-
sogið það lengi og óvægilega.
Það er því sannarlegt kapphlaup
við klukkuna sem hér um ræðir. Við
megum ekki lengur neinn tíma missa,
ef við eigum að bjarga vináttu Frakk-
lands og Alsír. Ef henni hefur ekki
þegar verið glatað, þá hangir hún á
bláþræði sem við getum ekki vitað
hvenær slitnar.
Alsír fjandsamlegt Frakklandi er
Norður-Afríka fjandsamleg Frakk-
landi og það er Svarta-Afríka fjand-
samleg Frakklandi: það er gjá milli
hins gamla meginlands okkar og hins
nýja heims Afríku. Þannig væri Evr-
280