Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þetta er atriði sem vert er að veita athygli. Vinátta Alsírbúa við Frakk- land er fyrirbæri, sem er jafn átakan- legt og það er óvænt: því verður þó ekki neitað hve djúprætt fyrirbærið er. Vitanlega er hægt að finna því nokkrar ástæður: I fyrsta lagi hafa þeir notað mál okkar, og í öðru lagi hafa allir þeir, sem dvalizt hafa í Frakklandi að einhverju leyti sam- lagazt daglegu lífi Frakka og fengið þar ákveðið uppeldi á sviði stéttafé- lagsskapar og stjórnmála. Þannig heyrir maður enn í dag baráttumenn Alsírbúa skírskota sí og æ til vissrar myndar áf Frakklandi (1789, Mann- réttindin, útbreiðsla frelsis í heimin- um), eða til hins mikla þróttar frönsku þjóðarinnar og þess hæfi- leika hennar, sem komið hefur ber- lega fram á mestu hörmungastundum sögu hennar, að rísa upp og endur- heimta aftur í einni svipan baráttu- þrek sitt, þegar menn héldu hana sigr- aða og beygða. En raunveruleikinn hefur valdið Alsírbúum æ meiri von- brigðum: þau hafa þó ekki náð að deyða vonir þeirra með öllu, skera gersamlega á rætur þessarar afstöðu þeirra. Það er þó mikilvægt að sjá tak- mörk fyrirbærisins. Þessi vinátta við Frakkland mun aldrei verða til þess að Alsírbúar hætti að berjast upp á líf og dauða fyrir sjálfstæði sínu ... Við skulum athuga það, að helming- ur landsbúa í Alsír er innan við tví- tugsaldur og að mikill meiri hluti þeirra, sem heyja baráttuna fyrir sjálfstæði landsins, er nú og héðan í frá ungir menn, sem hafa ekki þegið neina menntun af Frökkum (aðeins einn af hverjum tíu þeirra hafa átt þess kost að ganga í franska skóla, og þeir sem hafa haft tækifæri til að sigla yfir Miðjarðarhaf áður en þeir gerðust aðilar að þjóðfrelsishernum eða aðstoðarsveitum hans, eru vafa- laust enn færri). Þá er og þess að gæta, að ný kynslóð mun brátt leysa af hólmi þá kynslóð, sem ennþá stjórn- ar byltingunni í Alsír, og sú kynslóð er miklu tengdari skæruliðunum og æskulýðnum og mun afneita Frakk- landi á áþreifanlegri hátt: því Frakk- land er ekki annað í þeirra augum en það land, sem heyr styrjöld gegn landi þeirra, til að geta haldið áfram að mergsjúga það, eftir að hafa merg- sogið það lengi og óvægilega. Það er því sannarlegt kapphlaup við klukkuna sem hér um ræðir. Við megum ekki lengur neinn tíma missa, ef við eigum að bjarga vináttu Frakk- lands og Alsír. Ef henni hefur ekki þegar verið glatað, þá hangir hún á bláþræði sem við getum ekki vitað hvenær slitnar. Alsír fjandsamlegt Frakklandi er Norður-Afríka fjandsamleg Frakk- landi og það er Svarta-Afríka fjand- samleg Frakklandi: það er gjá milli hins gamla meginlands okkar og hins nýja heims Afríku. Þannig væri Evr- 280
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.