Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 47
STRÍÐ OKKAR unni. Ég hliðraði mér sem fyrr hjá að svara, og útskýrði fyrir honum að mismunurinn á aðstöðu okkar bann- aði mér að láta skoðun mína í Ijós. Loks í þriðja sinn — eflaust höfðu félagar hans skammað hann fyrir er- indisleysuna — reis hann á fætur til að heimta svar: „Ég bið yður ekki að segja mér, hvað ég eigi að gera, ég vil einungis vita hvað þér munduð gera, ef þér væruð í mínum sporum.“ Og þar sem ég reyndi enn að fara undan í flæmingi með því að segja að þetta væri einskisnýt spurning og ég gæti einmitt ekki sett mig í hans spor, svaraði hann reiðilega: „Jæja, en reynið það.“ Ég réð þá við mig að svara honum. Klukkan eitt eftir mið- nætti tæmdist salurinn, og um það bil tuttugu ungir menn, sem komu til mín að þakka mér fyrir að hafa svarað, fullvissuðu mig um að þeir hefðu að- eins viljað vita, hvernig ég brygðist við, en þeir væru nógu gamlir til að taka ákvörðun sjálfir og ég gæti farið rólegur aftur — án þess að hafa gefið þeim hið allra minnsta ráð... Ég hef margsinnis orðið fyrir sömu reynslu í mismunandi myndum á ár- unum frá 1956—1959: menn skulu ekki koma í dag og segja við mig, að við höfum hvatt ungu mennina til að gerast liðhlaupar! Eða öllu heldur, menn geri svo vel að samsinna því, að við höfum allir hvatt þá til þess — all- ir frá ritstjórum France-Soir og le Monde til ritstjóra UHumanité1 — í hvert skipti sem við höfum látið koma fram í skrifum okkar, útskýringum okkar og frásögnum eilítið af þeim skelfilega raunveruleik sem Alsír- stríðið hefur verið í æ átakanlegri mynd. Það var að sjálfsögðu óvilj- andi . .. Eitt er staðreynd, hvað sem öllu líður: ef þessir ungu menn hafa hafizt handa, þá er það að miklu leyti vegna þess að við höfum komið þeim til að gruna hvað fólst í þessu stríði, sem við úrskurðuðum viður- styggilegt, en þeir voru dæmdir til ao heyja dagsdaglega í tuttugu og sjö mánuði. Ég mun nú skýra hér frá því, hvað við hyggjum um liðhlaupin. í fyrsta lagi gleður það okkur að sjá hvernig fyrirbærið hefur breiðzt út á nokkr- um mánuðum, og við neytum allra þeirra bragða sem við höfum yfir að ráða til að hraða þeirri útbreiðslu. Við væntum þess meðal annars, að af- leiðingar þess verði þær, að aðgerðir franska hersins í Alsír lamist, og við leggjum að jöfnu, frá því sjónarmiði séð, hvort liðhlaupar bera fyrir sig hrein og klár andmæli af samvizku- ástæðum, hafa tekið ákvörðun um að berjast gegn fasismanum, eða vilja gerast liðsmenn alsírsku þjóðarinnar. Síðan segir Jeanson, að frá öðrura sjón- arhóli séð þyki honum miklu varða af 1 France-Soir og le Monde eru borgara- leg blöð, l’Humanité er aðalmálgagn franska kommúnistaflokksins. — Þýð. 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.