Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR samningsins og það sem einna mesta athygli hefur vakið er svohljóðandi: „niðurfelling á tálmunum á frjálsum hreyfingum vinnuafls, þjónustu og fjármagns milli meðlimaríkjanna“. Erlendir verkamenn eiga m. ö. o. að fá fullt jafnrétti við íslenzka verka- menn til starfa hér á landi. Erlendir auðmenn eiga að fá fullt jafnrétti við innlenda til atvinnurekstrar hér á landi, og er sérstaklega tekið fram í skýrslunni F/6 að gert sé ráð fyrir „frelsi til atvinnureksturs á flestum sviðum iðnaðar á árinu 1963, í smá- söluverzlun á árinu 1965, og m. a. í landbúnaði með vissum undantekn- ingum ... og sjávarútvegi fyrir árs- lok 1969“. Sömu ákvæði eiga að gilda um þjónustustarfsemi, og segir m. a. svo um það í skýrslunni: „Frjálsræði til banka- og tryggingastarfsemi skal komið á í samræmi við ákvæðin um frelsi til fj ármagnshreyfinga." Ollum mun ljóst hver áhrif slík ákvæði myndu hafa fyrir Íslendinga; hér kynnu á skömmum tíma að rísa er- lend iðjuver með þúsundum eða tug- um þúsunda erlendra verkamanna, og læt ég ykkur eftir að fylla upp í þá mynd. Enn segir svo í 3. grein: „Setning sameiginlegrar stefnu í landbúnaðar- málum.“ í sambandi við þetta ákvæði ber að geta þess að í samningnum er sjávar- útvegur flokkaður til landbúnaðar. Um sjávarútveginn sérstaklega eru lítil ákvæði í samningnuin, þar sem hann er ómerkilegur þáttur í efna- hagskerfi þeirra ríkja sem nú standa að bandalaginu. Þó segir svo í skýrsl- unni á bls. 27: „í umræðum innan bandalagsins um gagnkvæm réttindi til atvinnureksturs, mun hafa komið fram tillaga um, að fyrir árslok 1969 nái þau réttindi til fiskveiða innan fiskveiðitakmarka landanna.“ Hin svokölluðu bandalagsríki hefðu þá rétt til að veiða innan landhelgi okk- ar, til þess að leggja upp afla sinn hér og vinna úr honum í sínum eigin fyrirtækjum og með erlendu starfs- fólki ef þeim sýndist svo. Enda herma fréttir að bæði brezkir og skandinav- ískir aðilar séu nú þegar farnir að gera áætlanir um slíkar framkvæmdir hér á landi. Þannig gæti ég haldið áfram að rekja eitt atriðið af öðru ef tími /æri til. Aðildarríkin eiga að samræma alla þætti efnahagsmála og breyta lögum sínum með tilliti til þess. í 117. grein samningsins er sérstaklega tek- ið fram að samræma þurfi löggjöf um atvinnu, um vinnulöggjöf og vinnuaðstæður, um starfsfræðslu og framhaldsnám, um almannatrygging- ar, um vernd gegn slysum og atvinnu- sjúkdómum, um heilbrigðisákvæði og síðast en ekki sízt lög um stéttarfélög og launasamninga. Áður en ég skil við samninginn sjálfan vil ég lesa fyrir ykkur loka- grein hans, þá 240., en hún er svo- 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.