Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lendingar sinna ekki sagnfræðiritun í rúmlega heila öld. Þeir halda að vísu ávallt tryggð við fornan arf, en hætta að ávaxta hann. Það er fyrst eftir allt umrót siðskiptatímans seint á 16. öld, að þeir vakna aftur til sögu- legrar sj álfsvitundar að nokkru fyrir áhrif húmanismans, þeirrar mennta- stefnu, sem þá var ríkjandi víða í álf- unni. En þeir vöknuðu of seint; tíma- bilið frá 1430 til 1570 var of breitt, það mundi enginn, hvað gerzt hafði fyrir 1500, og menn höfðu óljósar hugmyndir um atburði á fyrstu ára- tugum 16. aldar. Þegar Ari fróði tók til ritstarfa laust eftir 1100, gat hann með sæmilegri nákvæmni grafið upp helztu atburði, sem orðið höfðu í landinu rúmar tvær aldir aftur í tím- ann, og aðrir fróðleiksmenn komu eftir hann og juku stórum við frá- sagnir hans. En nú var hin munnlega sagnahefð, sem ríkt hafði í landinu fyrir ritöld, rofin og menn stóðu uppi með dreifð skj alleg gögn og gátu ekki fundið samhengi atburðanna. Þeir taka að nýja að semja annála, en um 1600 hefur Arngrímur Jónsson hinn lærði sagnaritun að nýju á vísinda- legum grundvelli alvæddur sagn- fræðikenningum húmanismans og ritar á latínu. En Arngrímur er ein- staklingur á sínum tíma, en við til- komu hans vaknaði íslenzk söguritun til fulls af þyrnirósarsvefni. Á 17. og 18. öld er mikið ritað á íslandi af fróðleiksbókum, en annálar skipa þar öndvegi. ísland er þá löngum nýlenda undir einveldi Danakonunga, og ver- aldleg valdstjórn er því lítt heillandi viðfangsefni söguritarans. Þó reynir Jón Halldórsson að rita hirðstjóra- annál, eins konar skýrslu um æðstu umboðsmenn konungs hér á landi, en betur tekst honum við ritun biskupa- sagna. Sonur hans, Finnur Jónsson biskup, jók rit föður síns og samdi kirkjusögu íslands í 4 bindum á lat- ínu, og komu þau út á árunum 1772 —78. Það er fjórða heildarverkið um sögu íslendinga, hið fyrsta er íslend- ingabók Ara, annað verður til á 13. öld, er Sturla Þórðarson semur land- námugerð sína og Islendingasögu Sturlungu, þriðja er Crymogæa og Specimen Arngríms lærða og fjórða er svo að lokum kirkjusaga Finns, Historia Ecclesiasdca. Síðast á 18. öld semur Hannes, sonur Finns bisk- ups, stórmerka ritgerð um árferði á íslandi eða um mannfækkun af hall- ærum, en heildarrit um sögu þjóðar- innar verður fyrst til, er Jón Espólín setur saman árbækur sínar, sem komu út í Höfn 1822—25. Þótt rit Jóns sé allmerkt, einkum síðustu kaflarnir, sem fjalla um hans eigið tímabil, þá ber það Ijóst vitni þess, hve íslenzk söguritun er frumstæð um þær mund- ir. Islenzk sagnfræði á 20. öld Á síðari hluta 18. aldar og byrjun þeirrar 19. urðu miklar framfarir í 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.