Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR The Wealth of Nations (Auðæfi þjóð- anna) 1776. Á 19. öld haslaði verka- lýðshreyfingin sér völl í vestrænum samfélögum og krafðist endurmats á hlutverki hins vinnandi fjölda í sög- unni; um svipað leyti opnuðu forn- leifavísindi og mannfræði mönnum sýnir tugi og hundruð þúsundir ára aftur í tímann. Fornleifafræðin er ung vísindagrein, í raun og veru ekki til orðin fyrr en um miðja 19. öld. Fyrir þann tíma fjallaði hin ritaða saga nær eingöngu um skeið ritaldar í mannkynssögunni eða síðustu 5.000 árin, en mannkynið hefur búið á þess- ari jörð a. m. k. um milljón ár. Ritað- ar heimildir fjalla því aðeins um Vz% af sögu mannkynsins. Okkur ís- lendingum þætti það þunnur fróð- leikur, ef íslandssagan ætti aðeins að fjalla um síðustu 6 árin, hún ætti að hefjast árið 1956, en allt sem gerzt hefði á landi voru fyrir þann tíma falla í gleymsku. Sex ár eru rúmlega V2% af ævi íslenzkrar þjóðar í þessu landi. Á síðustu áratugum hafa verið gerðar geysimerkar uppgötvanir á sviði fornleifafræðinnar, svo að nú hafa menn öðlazt víða sæmilegt yfir- lit yfir hina ópersónulegu menningar- sögu forsögualdar hundruð þúsundir ára aftur í tímann. Þar að auki hafa menn á þessari öld ráðizt til atlögu við hin geysi- miklu skjalasöfn, sem hafa hlaðizt upp síðasta árþúsundið hjá svonefnd- um menningarþjóðum. Þar er hvert vagnhlassið af öðru dregið fram af gulnuðu bókfelli og rýnt í letrið í fyrsta sinn í margar aldir. Við þessar rannsóknir kemur margt nýstárlegt í ljós. Efling lýðræðis og almennrar menntunar í Evrópu á 19. öld, batn- andi kjör, tæknilegar framfarir og efling raunvísinda varð grundvöllur þess, að sagan tók að breiða úr sér, ef svo mætti að orði komast. Þá tóku sagnfræðingar að beina sjónum sín- um að fleiri sviðum mannlegra at- hafna en áður, tóku að rita um sögu lista og vísinda, verzlunar, iðnaðar og annarra atvinnuhátta og um miðja öldina koma Marx og Engels fram með þróunarkenningu sína í sagn- fræðinni og Danvin nokkru síðar með þróunarkenninguna í náttúru- fræðinni. En allt fram undir aldamót voru þessi nýju svið sagnfræðinnar ekki viðurkennd viðfangsefni innan háskólanna. I enskum háskólum var t. d. nær eingöngu fjallað um styrj- alda-, stjórnmála- og trúarbragða- eða kirkjusögu fram undir 1900. En á 20. öld hafa orðið miklar breyting- ar á sagnaritun og sögukennslu mið- að við fyrri tíma, þótt rannsóknarað- ferðir hvíli að miklu leyti á fornum grunni. Aðalbreytingarnar eru í því fólgnar, að menn gefa nú hvervetna miklu meiri gaum en áður að hinni svonefndu menningarsögu, sögu at- vinnuhátta, lífskjara almennings, lista og vísinda. En þessar breytingar 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.