Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 33
SAGNFRÆÐIN OG ÞRÓUN HENNAR tækni og vísindum, nýjar stefnur komu fram í heimspeki, listum og sagnaritun, en á íslandi h jakkaði allt í sama fari. Menn héngu þar í hinu ævaforna og frumstæða árbókaformi í söguritun, drukknuðu í sínum eigin fróðleik, ef svo mætti að orði komast. A 12. og 13. öld höfðu íslenzkir sögu- ritarar verið í fremstu röð slíkra manna í Evrópu og samið sígild verk, Arngrímur Jónsson þekkir einnig til hlítar kenningar og starfsaðferðir húmanistanna og neytir þeirra í verk- um sínum. Árni Magnússon er allra manna glöggskyggnastur á gildi heimilda og langt á undan sinni sam- tíð í heimildamati; — en allt um það tekur íslenzkri sagnaritun að hrörna, og hún einangrast, er borgarastétt- inni vex fiskur um hrygg úti í álfunni og ber nýjar samfélagshugmyndir og heimspekistefnur fram til sigurs. Hér var engin borgarastétt, aðeins frum- stætt bændasamfélag, og það reis ekki um skeið undir því að fylgjast með straumum og stefnum samtíðarinnar i vísindum og listum. A 19. öld er það einkum einn maður, sem gnæfir yfir samtíð sína og fjallar um íslenzka sögu, en það er Jón Sigurðsson. Hann hafði hug á því að semja eða láta semja íslandssögu, þótt hann kæmi því ekki við, en í ýmsum ritgerðum fjallar hann af dirfsku og þekkingu um margvísleg söguleg efni, en aðal- starf hans á sviði sagnfræði er heim- ildasöfnun og útgáfur heimildarrita. Það verða því lítil umskipti í sögu- ritun Islendinga fram á 20. öld, eða þangað til Háskóli íslands tekur til starfa, en þá erum við orðin rúmri öld á eftir tímanum í sagnfræðiritun. Við háskólann hafa ýmsir mætir menn starfað, og eftir þá liggur margt ágætra rita og rannsókna, en þó er víða pottur brotinn í íslenzkri sagn- fræði á vorum dögum, enda geta mjög fáir helgað sig sagnfræðirann- sóknum hér á landi. Þegar ég innrit- aðist í íslenzk fræði við háskólann fyrir 20 árum, urðu ýmsir velviljaðir menn til þess að vara mig eindregið við því að velja sögu sem aðalnáms- grein, af því að ekki væri til nema eitt embætti í landinu ætlað sérfræðingi í íslenzkri sögu. Við skóla landsins er mikið um sögukennslu, en ekki eitt einasta kennaraembætti í íslandssögu utan háskólans. í öllu okkar dýra skólakerfi, sem kostar tugi milljóna króna á hverju ári, er engin staða til ætluð manni með sérþekkingu í sögu þjóðarinnar. — í öðrum löndum þyk- ir sjálfsagt, að sérfræðingar í sögu þjóðarinnar starfi við skjalasöfn rík- isins, en hér er annar háttur á hafð- ur; við þjóðskjalasafnið starfa nú 7 menn, einn er sérfræðingur í hand- ritalestri og skjalafræði, annar hefur háskólanám að baki í almennri sögu, þriðji er málfræðingur, fjórði bók- menntafræðingur, en þar er enginn sérfræðingur í íslandssögu, og ekki sótzt eftir mönnum með slíka mennt- 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.