Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 63
HIÐ ÍRSKA MAN „Arneiður heiti ég,“ segir hún. Ket- ill mælti: „Hvert er kyn þitt?“ Hún segir: „Ég ætla þig það engu skipta.“ Hann gróf að vandlega og bað hana segja sér. Hún mælti þá með gráti: „Asbj örn hét faðir minn og var kall- aður skerjablesi. Hann réð fyrir Suð- ureyjum og var jarl yfir eyjunum eft- ir fall Tryggva. Síðan herjaði Vé- þormur þangað með öllum bræðrum sínum og átján skipum. Þeir komu um nótt til bæjar föður míns og brenndu hann inni og allt karlafólk, en konur gengu út, og síðan fluttu þeir okkur móður mína hingað, er Sigríður heitir, en seldu aðrar konur allar mansali .. .““ Eftir þetta kaup- ir Ketill Arneiði og býður henni að flytja hana til frænda hennar, en hún kaus að fylgja honum til íslands. Frásögn Droplaugarsona sögu minnir um margt á Melkorkuþáttinn í Laxdæla sögu, þótt þær Arneiður séu að ýmsu leyti ólíkar konur. Ef vér tökum fund þeirra Ketils og Arn- eiðar og berum saman við sum atrið- in í fyrsta fundi Höskulds og Mel- korku og annan fund þeirra í tún- brekkunni á Höskuldsstöðum, þá er auðsætt, hve frásögnum svipar sam- an um ýmis einkenni. í fyrsta lagi hittir íslenzki bóndinn ánauðuga konu vestan um haf austur í Svíþj óð, og þar kaupir hann hana. Samtalið milli bónda og mans breytist ekki ýkja mikið, hvort sem þar á í hlut Austfirðingur eða Dalamaður, og hvort sem konan er írsk eða suður- eysk. En í Laxdæla sögu getur þetta samtal ekki átt sér stað við fyrsta fund, þar sem konan hefur gert sér upp málleysi. Fyrst spyr bóndinn konuna að nafni og síðan að uppruna og í bæði skiptin er konan treg að veita honum svör. Jarlsdóttirin frá Suðureyjum fer að gráta, þegar geng- ið er að henni, en írska konungsdótt- irin hefur fullt vald á tilfinningum sínum og skapi. Lesandinn rennir þó skýran grun í, hver harmur henni býr í hug. I lýsingunni á fundi bónda og mans er eitt atriði, sem vert er að hyggja að nánar. Þau Höskuldur og Melkorka ræðast við hjá lœk einum, og Ketill og Arneiður hjá á einni. í báðum frásögnum hagar þannig til, að maðurinn sér konuna hjá straum- vatni. í Laxdæla sögu hefur lækurinn ekkert sérstakt hlutverk nema í því skyni að bregða tilteknum blæ yfir sviðið, en í Droplaugarsona sögu gengur konan niður að ánni til að þvo klæði og síðar hár sitt, sem var mikið og fagurt og fór vel. Víðar í íslenzkum sögum kemur fyrir, að konu er lýst, er hún er að haddhliki eða að kemba hár sitt. Þannig birtist Kráka i Ragnars sögu loðbrókar, að hún er að þvo sér. „Hún var allra kvenna vænst, en hár hennar var svo mikið, að tók jörð um hana, og svo fagurt sem silki það, er fegurst verð- ur.“ Og í Völsunga sögu sér Jörmun- 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.