Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 65
HIÐ ÍRSKA MAN hún hlyti að vera úr álfheimi ...“ Eins og gefið er í skyn, þá reynist þessi kona vera úr álfheimi. Konung- urinn, sem sér hana að haddbliki, spyr hana að nafni og uppruna (eins og gert er í íslenzku sögunum), en hann þarf ekki að kaupa hana sem ambátt, heldur verður hann að greiða brúðfé fyrir hana. Og verðið er enn dýrara en í Laxdælu eða Droplaugar- sona sögu, því að konungur verður að gjalda sjöfalt ambáttarverð, þar sem Höskuldur komst af með þrefalt verð og Ketill hálft hundrað silfurs. Édaín er úr álfheimi, og nú förum vér að átta okkur á ummælum Jór- unnar á Höskuldsstöðum, þegar bóndi hennar hefur sagt henni, hver Melkorka sé. Hún kvað sér ekki um kynjamenn alla, segir í Laxdælu. Orðið kynjamaður merkti einmitt huldumaður eða álfur, eins og til að mynda í biskupasögunum „álfar og aðrir kynjamenn“. Hér er þvi um leif að ræða frá írskum hugmyndum, enda er Arneiður í Droplaugarsona sögu öðruvísi en venjulegt fólk. Hún er gædd þeirri merkilegu gáfu að geta fundið silfur grafið í j örðu. í Laxdælu og Droplaugarsona sögu virðist sem sagt koma fram bergmál frá alkunnri írskri fornsögu eða ann- arri skyldri frásögn. Minni þetta má orða á eftirfarandi lund: Konungur er á ferðalagi og kemur að lind, þar sem fögur kona er að haddbliki. Hann verður ástfanginn af henni, spyr hana að heiti og uppruna, og kemst þá að því, að hún er konungs- dóttir úr álfheimi. Konan er tilleiðan- leg, en krefst þess, að konungur gjaldi brúðfé fyrir hana, en það samsvarar mörgum ambáttarverðum. Konung- urinn gengur að þessu, og þau eigast. í Droplaugarsona sögu er sumt upp- haflegra en í Laxdælu, svo sem það, að fundurinn á sér stað, þegar konan er að þvo á sér hárið, og auk þess gengur Ketill að eiga konuna, eins og gerist í írsku sögunum. En hins vegar minnir orðið kynjamaður um Melkorku á það, að konan er úr álf- heimi. Lækurinn á Höskuldsstöðum minnir óljóst á lindina, þar sem álf- kona var að haddbliki. Lýsingin á Édaínu á sér enga hlið- stæðu í íslenzkum bókmenntum og einna næst kemst lýsingin á Hervöru í Hjálmþés sögu og Olvis: „Þar sáu þeir sitja mey svo væna, að enga höfðu þeir slíka séð. Hár hennar var gulli líkt, en ásjónan hvít sem snjór, en holdið skært sem lilja, augun fög- ur sem karbúnkúlus, en kinnar líka sem rósa.“ Hér er eftirtektarvert, að Hervöru er lýst á líkingamáli, fegurð hennar er borin saman við fagra hluti í náttúrunni: En slíkt gátu hinir hóf- sömu höfundar Laxdælu og Drop- laugarsona sögu ekki leyft sér. Þeir urðu að láta sér nægja að víkja að fegurð konunnar með almennum orð- um. Laxdæla saga greinir ekkert frá 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.