Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 67
BALDUR RAGNARSSON
Esperanto sem þýðingamál
Mörgum kemur það spánskt fyrir, að „tilbúið" tungumál eins og esperanto
fái túlkað sannan skáldskap. Þeim öllum er það sameiginlegt, að þeir
dæma að óreyndu. Aldrei hef ég heyrt nokkurn hallmæla esperanto, sem það
hefur lært, né bera á það brigður, að sem bókmenntamál hefur það ýmsa
merkilega eiginleika, sem náttúrumálin hafa ekki jafn ríkulega. Hér verður
minnzt á fátt eitt: sagnorð má mynda viðstöðulaust með orðflokksendingu af
öllum nafnorðs- og lýsingarorðsstofnum, einnig lýsingarorð af nafnorðs- og
sagnorðsstofnum o. s. frv.; notkun atviksorða er handhægari og meiri en í
nokkru náttúrumáli; aðskeytakerfi málsins býr yfir athyglisverðum tjáningar-
möguleikum. Nákvæmni, skýrleikur og sveigjanleikur eru þeir eiginleikar,
sem einkenna esperanto öðru fremur; af hinum síðastnefnda leiðir m. a., að
stirðnuð orðasambönd eru nær óþekkt fyrirbæri í málinu, en þau eru einna
fjandsamlegust skáldum sem kunnugt er.
Ekki mun ég ræða frumsamdar esperantobókmenntir hér að sinni, heldur
víkja að hæfni esperantos sem þýðingamáls. í stað þess að fjölyrða um hina
fræðilegu hlið, hef ég valið þá leið að bera saman nokkrar þýðingar — þar
á meðal er esperantoþýðing — á einu af hinum þekktari lj óðum eftir franska
skáldið Charles Baudelaire, L’Albatros, og athuga hversu þeim tekst hverri
um sig að túlka frumkvæðið.
L’ALBATROS
(franski jrumtextinn)
Souvent, pour s’amuser les hommes d’équipage
Prennent des albatros, vastes oiseaux des mers,
Qui suivent, indolents compagnons de voyage,
Le navire glissant sur les gouffres amers.
A peine les ont-ils déposés sur les planches,
Que ces rois de l’azur, maladroits et honteux,
Laissent piteusement leurs grandes ailes blanches
Comme des avirons trainer á cðté d’eux.
TÍMARIT máls oc mennincar
257
17