Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 71
ESPERANTO SEM ÞÝÐINGAMAL
sem auk þess vísar til no. floors, en ekki til kings eins og fr. honteux vísar til
rois. ísl. notar hér þrjú lýs.orð í stað tveggja í frumtextanum: þungt, klaufskt
og hlálegt.
7.1. Fr. laissent trainer missir nokkuð af styrk sínum í esp. trenas; en. droop
and trail er áhrifaþyngra og meira lýsandi. Fr. piteusement, en. piteously kem-
ur ekki fyrr en síðast í næstu línu sem esp. kun kompatinda pen’, sem er eilítið
þróttminna. ísl. notar hér í rænuleysi sem er næsta óheppileg þýðing.
8.1. Bæði en. og esp. auka lýs.orði við fr. avirons: en. drifting, esp. pezajn.
9.—10.1. Fr. ailé, esp. flugila enduróma fr. ailes, esp. flugilojn í 7.1.; sá
endurómur kemur ekki fram í en. soarer (wings í 7.1.). ísl. sleppir alveg að
þýða fr. voyageur ailé. — Fr. lýs.orðin fjögur: gauche, veule, comique og laid
valda öllum þýðendunum vandræðum — en. tekst að þýða þrjú: meek,
comical, ugly; esp. varðveitir öll merkingarlega, eitt með so. hezitas, annað
með ao. inerte, ennþá annað með no. malbel’ en aðeins eitt með lo.: komika.
ísl. notar einungis orðin hlœgilega Ijótt um þetta allt, og breytir það ásamt
orðunum að sjá hann gersamlega andblæ setningarinnar. En. how .. . fylgir
orðalagi fr. comme . .., sem esp. reynir ekki og ísl. því síður. En. sleppir alveg
að þýða fr. naguére si beau, esp. jus nura bel’, og talar um celestial snoivs, sem
hvergi er getið í frumtextanum. ísl. þynnir þetta út í heila setningu: sem loftið
klauf með slíkum tignarbrag, sem er heldur uppskrúfað orðalag, miðað við
einfaldleik frummálsins.
11.1. En. eykur hér inn í 10. golden. Fr. brule-geule (stutt reykjarpípa úr
leir) er ekki kurba (bogin), eins og esp. gefur í skyn; en. einkennir ekki píp-
una, né heldur ísl. Isl. lætur sjómanninn hlása reyk úr pípu sinni á fuglinn, en
fyrir því virðist ekki fótur í frumtextanum, heldur hafi hann otað pípunni að
nefi fuglsins.
12.1. Fr. en boitant, en. limping er í esp. dum la lam’, sem er heldur lág-
kúrulegt. En. þýðir ekki fr. qui volait, esp. fluginton.
13.1. Fr. prince, esp. princ’, en. monarch, ísl. skýjajöfur.
14.1. Esp. guas er frjálsleg þýðing á fr. hante, en það er en. einnig: rides
elate. ísl. þýðir hér með sern skjól og yndi kýs, sem er nokkuð viðhafnarmikið,
auk þess sem orðið skjól á hér tæplega heima.
15.—16.1. Hvorki esp. buboj né en. crowds er að finna í frumtextanum, en
falla þó vel að efninu. ísl. þýðir fr. le sol au milieu des huées með dœgur-
glaumsins ríki, sem varla gerir merkingunni full skil. Fr. ailes de géant, en.
great wings of the giant, esp. flugiloj de gigant’ verður í ísl. þýð. drauma-
vœngir!
261