Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 20
Steinar Sigurjónsson Fundað í þágu guðs vors lands ÞEGAR hann mætti til fundarins voru hinir komnir, og ekki mátti tæp- ara standa því klukkuna vantaði þrjár minútur í tvö. Hann afklædd- ist frakkanum með liðlegum tilburðum og hengdi hann á snagann sinn. Svo strauk hann mjúkri hendi niður með honum til að slétta úr krumpum og greip tveimur fíngrum um hár sem loddu við kragann. Að því búnu gekk hann að speglinum og strauk sér um hvirfilinn með berum höndum. Þar eð hann var hvirfilsköllóttur með lítið fíngert hár í vöngum þurfti hann ekki að nota greiðu. I þess stað hafði hann vanið sig á að strjúka það vandlega með lófum; en hann gætti þess jafnan að vera hreinn þegar hann strauk það, og sú vissa dró síður en svo úr þeirri vellíðan sem hann fann til þegar hann fór höndum um höfuð sér. Hvað er þetta! Alls staðar hár! Hann greip enn eitt hár af jakkalafinu. Jæjaþá, hugsaði hann og sá, einni og hálfri mínútu fyrir tvö, að hann var fullsnyrtur. Þess vegna gekk hann inn til félaga sinna. Hann var jafnan í vel burstuðum skóm og tók sér stöðu við borðið. Góðan daginn. Og nú stóð hann kyrr við stólinn sinn og studdi hendi við bak hans. Það var ekkert út á hann hægt að setja og hann gat beðið þess í ró og næði að eitthvað skipaðist af tali samstarfsmanna hans. Já, góðan daginn Jón, góðan daginn, sagði formaður. Hann stóð út við glugga með þumalfingur hvorrar handar í vestisvösunum. Hann var með tvo sj álfblekúnga og einn skrúfblýant. En félagar hans stóðu hver og einn við þá stóla sem þeim voru ætlaðir, viðbúnir að setjast þegar Jóni þóknaðist að tekið yrði til starfa. Fagurt veður í dag, sagði Jón. Já, ljómandi veður. Að vísu ekki þurrt, en eigi að síður ... Mér finnst bærinn jafnan við- kunnanlegur eftir að rignt hefur. Allt verður svo hreint og tært. Að þessu búnu horfðu hinir til gluggans og þá lángaði ekki að taka til starfa, og Jón sá að formaður stóð kyrr við gluggann. Og nú horfði Jón 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.