Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 21
Fundað í þágu guðs vors lands á veggina og loftið. Ef ég hefði nú snúið mér eindregið að skáldskapn- um ... 0, ég vildi að ég mætti gera það sem mig lángaði, horfa hérna út um gluggann í friði og þurfa ekki að setjast að þessum störfum undir öðrum. En það þýðir víst ekki að vera að þessum kvörtunum, hugsaði hann og rétti úr sér. En satt er það, hér er hátt til lofts og vítt til veggja, og það er líka eitthvað eðalborið við slikan stað. Glugginn var stór; og hversu hvíti liturinn naut sín vel þegar hann bar við bláma himins, ó, hvílíkur simfónískur tónn! Það er eitthvað óskiljanlega ljóðrænt við þessa liti, hvílandi, skáldlegt. Já, ég vildi að ég hefði lagt út á listabrautina. Og einnig gluggatjöldin, þessi ótæpilega skornu gluggatjöld, einnig þau eru hvít. Hvítrósir. Heiðríkja. Ó, hve ég er þyrstur. Svali. Vatn. Já, ég vildi að ég væri frjáls. En hvað þýðir að vera að hugsa um það. Ég verð að vera harður. Heilsulaus kona — og eins og þarf nú líka í hana — lifir ekki á öðru en meðulum manneskjan. Hann stóð kyrr um stund og hönd hans var fínleg. Hann studdi lienni við stólinn sinn. A henni voru agnarsmá silkihár, sakleysið sjálft. Og yfir hvítu tjöldunum til hálfs voru svört þykk tjöld og Jón var syfjaður og sæll þrátt fyrir allt, því honum þótti gott að hugsa af skáldlegum trega. Hann heyrði ekkert nema lækjarnið og mýflugnasuð. Þegar ég var úngur. Sonur íslenzkra fjalla. Um þetta hugsaði hann þegar hann horfði á hvítuna og blámann. En þegar hann horfði á svörtu tjöldin hugsaði hann um keisara og aðra slíka stóreflismenn. Síðan hugsaði hann um íslenzka ríkið, forseta Islands og forsetafrú. 0, hve þetta er ótæpilega skorið, hugsaði hann af innfjálgi, því nokkur hluti af tjöldunum lá í fellíngum á gólfinu; og satt var það að hann hafði aldrei fitnað af þeim launum sem hann hafði við Alþýðublaðið og mundi aldrei fitna af þeim. Ekki nóg. Ekki svo að hann yrði stóreflis- maður af þeim. Ég gæti drukkið haf af svölum drykk. Vildi ég væri frjáls og mætti standa þarna við gluggann og trainpa á tjaldinu, í skóm, ef mig sjálfan lángaði, æðrulaus, hlæjandi, ef mér sjálfum þóknaðist. Og nú horfði hann á hvítu tjöldin og þorstinn ásótti hann, heill heimur skáldskapar, æðru- leysis og frelsis. Tak veigar þessar og ... og lát skeika að sköpuðu! En það er nú svona með hana Maju. Leiðinlegt hvað hún er alltaf slöpp. Jæja, hvað um það, hvað um það ... Þannig hugsaði hann og Jón stóð við gluggann, nokkuð hnellinn maður en ekki hneykslanlega þykkur; þriflega þybbinn mætti segja; og það er ekki hægt að neita því að hann var eftirminnilegur. Það leggur alltaf storma frá honum Jóni. Hann er svo ráðrikur að maður getur eiginlega ekki eða 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.