Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 39
að taka skynsamlegum leiðbeining- um, og þá lét hann sigla sinn sjó, eins og fleiri myndu gert hafa. En ég held, að það hafi ekkert átt skylt við „húm- anisma“. Það hafi aðeins verið ein- föld viðurkenning á staðreyndum og almenn hæverska. II Glæsilega á það víst að heita sagt, að Unuhús hafi verið ókeypis gisti- hús fyrir allt landið, en nákvæmlega rétt er það ekki. Unuhús var fyrst og fremst pensíónat, hús þar sem var selt fæði og leigð herbergi föstum leigjendum, er flestir munu hafa greitt fyrir leiguna. En auk þess bar þar öðruhverju gesti að garði, sem fengu þar inni nótt og nótt eða nokkr- ar nætur, kannski nokkrar vikur, ef pláss var til handa þeim. Ég hygg, að flestir þessir skyndigestir hafi eitt- hvað látið af mörkum fyrir gisting- una, sumir fullt gjald. En engum var úthýst fyrir þær sakir, að hann gæti ekkert borgað. Þá segir svo í Skáldatíma: „Gamla konan flotaði sínu þúnga húsi áfram á lánum sem hún kríaði út hér og hvar hjá góðviljuðum mönnum ...“ Ekki er þetta alveg sannleikanum samhljóða. Una hafði alltaf fleiri eða færri menn í fæði, sem hún seldi við ákveðnu verði, að vísu vægar en ann- ars staðar tíðkaðist. Sumir kostgang- ararnir greiddu skilvíslega fyrir sig, aðrir að einhverju leyti, en einstaka Rangsnúin mannúð svikust um alla greiðslu, af einstaka manni var ekki ætlazt til neinnar borgunar. Hún leigði ennfremur fimm til sex herbergi, sennilega frem- ur ódýrt, og ég geri ráð fyrir því, að þar hafi farið svipað um gjaldið og greiðsluna á fæðinu. Þetta var flot- holtið, sem Una „flotaði sínu þúnga húsi áfram á“. En stundum kom það fyrir, að flot- holtið gat ekki borið uppi húshaldið, og lágu til þess ýmsar ástæður, sem hér verða ekki orðfærðar nánar. Þá varð gamla konan að leita lána, ann- aðhvort í aurum eða vörum. Þannig var þetta, sagt á óskáldlegu máli. Um reikninga Unu er svo að orði komizt í Skáldatíma: „Reikníngar Unu gátu stundum orðið óeðlilega háir, því margir af þessum aumíngj- um lögðu í vana sinn að taka út allan þann varníng sem þeim datt í hug hjá Zimsen kaupmanni og biðja um að skrifa það hjá Unu.“ Þetta kemur mér mjög ókunnug- lega fyrir. Ég hef spurt um þetta vel viti borinn mann, sem lengi borðaði og bjó í Unuhúsi, og hann hafði aldrei heyrt það fyrr og taldi það mjög ólíklegt. Ég efast um, að Una hafi haft þaðlánstrausthjáZimsen, að margir aumingjar gætu vaðið í reikning hennar og tekið þar út „allan þann varníng sem þeim datt í hug“. Þó þori ég ekki að fortaka, að ein- hver kunni að hafa leikið þennan 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.