Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 41
en algáður. Einstaka aðrir, sem í húsinu bjuggu, fengu sér í staup- inu við tækifæri, en voru ekki drykkjumenn. Ég held líkt hafi verið farið um iðni þeirra við krúsarlána og algengast var í mörgum öðrum húsum hér í bæ á þessum árum. Gest- ir, oftast fornir eða nýrri húsvinir, komu þangað undir áhrifum víns, einkum skólapiltar, skáld og sjómenn. Ekki voru það daglegir viðburðir, en komu fyrir endrum og eins. Einum sjómanni man ég þó eftir, sem þang- að ranglaði oft fullur, þegar hann var í landi. En hann var engum til ama. Hann ráfaði um vistarverurnar eins og skuggi og tuldraði fyrir munni sér einhver orð, sem varla skildust og hann virtist ekki gera kröfu til, að væru skilin, byrsti snöggvast rödd- ina, eins og hann væri að mynda sig til að verða vondur, en það varð aldrei úr því, og rölti svo út. Kvenfólkið, sem var í Unuhúsi á þessu tímabili, ætla ég að hafi verið svona upp og niður eins og gengur og gerist í henni veröld. Athyglisverð- lega lauslátar stelpur voru þar þrjár á þessum 34 árum. Ein þeirra, snoppufríð hnuðra vestfirzk, létt- lynd, geðgóð og prúð, var þar einn vetur eða tíma úr vetri vinnukona. Hinar tvær komu um lokin úr ein- hverjum verstöðvum og hinkruðu við í Unuhúsi stuttan tíma, þar til þær höfðu útvegað sér vistir annars stað- ar í bænum. Jú, vel á minnzt, nú man Rangsnúin mannúS ég eftir þeirri fjórðu, þrifalegri stelpu, sem kom eins og sólargeisli eitt fagurt vor austan úr Vestmanna- eyjum og gerðist hjálparpía Unu, en stóð ekki lengi við. Kringum hana gerðust nokkrar hræringar, þó ekki áferðarlj ótar. Þá var staddur í Unu- húsi sá skemmtilegi snillingur og mér ógleymanlegi, Stefán frá Hvítadal. Þangað lagði og leiðir sínar öðru hverju um þær mundir hálfbróðir hans í skáldlega lífinu. Það var hann, sem Stefán sagði um, að hefði verið á eftirlitsferðum til og frá um húsið til að passa upp á siðferðið. Lífið virðist því hafa verið dálítið óhúm- anskt þær vikurnar í Unuhúsi, að minnsta kosti á daginn, þegar Erlend- ur var ekki heima. Minnast mætti ég einnar snótar enn, og þá er upp talið. Hana tók Una eitt haust upp á gustuk og aðstoð í húsinu. Þessi mær var á pörtum gerð úr öðrum efnivið en hinar, sem hér hefur verið vikið að. Hún var lagleg, fallega vaxin og myndarleg á velli, stillt og prúð í framkomu, hreinleg og alltaf fínleg til fara. En það var eitthvað innundir sig við hana, eins og hún fóstraði með sér svolítinn leyndardóm, og mér sögðu fróðir menn, og ég uppástend sannorðir, að leyndardómurinn væri sá, að hún gerði aldrei hitt nema fyrir peninga. En það þótti lítil höfðingslund og var illa séð á þeirri siðgæðisepóku, er þá gekk yfir þjóðina, einkanlega af fá- 151
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.