Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 49
En það voru aðrar sálarbókmennt- ir, sem hrifu á Erlend og mótuðu all- mjög hugsanaferil hans. Það voru kenningar Freuds og hans fylgifiska. Þá bókfræði las hann allmikið og vitnaði stundum í hana í viðræðum. Mér virtist hann vera einlægur Freud- sinni. Það heyrðist mér Halldór líka vera, ef mark hefði mátt taka á tali hans, þó að hann neiti því í Skálda- tíma að hafa verið Freudisti, og menn klókari mér á bókmenntir segjast greina spor Freuds í ritum Halldórs. Já, Sigmund gamla Freud har oft á góma í Unuhúsi, og aldrei fann ég annað en að Erlendur og Halldór hefðu þar algera samstöðu. Ég hef hins vegar alla tíð verið lyktardaufur sem tízkusporhundur, sennilega því miður. Af þeirri ástæðu fór Freud- isminn, þetta stóra, alþjóðlega tízku- fyrirbæri þeirra tíma, að miklu leyti fram hjá mér. 011 mín uppbygging í þessum fræðum var einhverjir hækl- ingar, sem ég þefaði eitthvað af, nokkur hlaupasamtöl við Vilmund vestur á ísafirði og áhlustanir á Er- lend og Halldór og síðar á Skúla Þórðarson sagnfræðing. Auk þess hafði ég minn sálargrun, sem sjaldan hefur brugðizt mér. Mér fannst sumt í þessum kenning- um langsótt og skrúfað og vafasamt, og ég hafði buxur með, að margt af því mundi ekki standast rannsóknir síðari tíma eða dytti dautt niður. Rangsnúin mannúS Þetta hugboð mitt mun hafa reynzt rétt. Engu að síður myndi þykja skarð fyrir skildi í sálarfræðinni, ef kenningar Freuds væru þaðan út reknar. Ennfremur dró það úr hinum daufa áhuga mínum á Freudisman- um, að hann var efnishyggjutrúar, og þannig varð hugblærinn í Unuhúsi, eftir að meistarinn frá Vínarborg var leiddur þar í kennarastólinn, en ég hef alla tíð verið gersneyddur þeim hæfileika að geta skilið efnishyggj- una, því að ég var þá þegar kominn á þá skoðun, að „andi“ og efni yrðu aldrei skilin hvort frá öðru. En Freudisminn hafði á hinn bóginn það gott í för með sér, að hann blés rót- tækum anda í hug margra til þjóð- félagslegra vandamála. Og vera má, að eitthvað sé hæft í því, sem sá vísi maður, danski heimspekingurinn Poul Goos, segir, að kenningar Freuds hafi opnað leið til „kosmisk- spíritúel“ svæða, þrátt fyrir það, að höfundur þeirra hefði verið harður efnishyggj umaður. Fyrir kom það annað veifið, að ég lenti í ágreiningi við Erlend og Halldór í „þrætubókinni“ í Unuhúsi út af kenningum Freudista. En ég segi það satt, að mínar röksemdir eða máski öllu heldur mínar röksemda- vangetur voru þar ekki mikils metn- ar. Þess var ekki heldur að vænta, því að þekking mín í þeim vísindum stóð ekki djúpt. En mjög setti mig hlessa, 159
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.