Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 52
Tímarit Aláls og menningar verið sá f j öldi, sem oftast sótti Erlend heim á kvöldvökunum. En stundum urðu gestir fleiri og einstaka kvöld miklu fleiri. Var þá líka setið í borð- stofunni. Gengt var úr henni í svefn- herbergið, og vöndruðu menn gjarn- an oft á milli. Fyrir kom það, að gest- ir voru fáir, kannski einn til þrír, og ekki var það dæmalaust, að enginn kæmi. Ég hef verið spurður þeirrar spurningar nokkrum sinnum, eink- um af pólitískum andstæðingum þeirra róttæku, hvað þetta fólk hafi eiginlega verið að gera upp í Unu- húsi á kvöldin. Þegar andstæðing- arnir spurðu, bar tónninn í spurn- ingunni með sér dálitla ólykt af grun- semdum, að þar hefðu verið framin einhver myrkraverk. Og sumir sögðu í hósannatón: „Þangað kom ég aldrei!“ Fólk kom í Unuhús einfaldlega af þeirri ástæðu, að því þótti skemmti- legra að heyra og sjá kvöldið líða þar heldur en annars staðar. Það vissi að Erlendur hafði gaman af að fá gesti og að heim til hans voru allir vel komnir nema ölvaðir menn, og þoldi hann þó komur þeirra, ef þeir höguðu sér innan takmarka sæmi- legra mannasiða. í því blessaða húsi merkti enginn algáður maður, að hann væri gestur. Að koma í Unuhús á þessum tímum var eins og að ganga inn í sín eigin heimkynni. Og Erlend- ur hafði veitingar á borðum á hverju kvöldi, þegar gestir komu, og þær oft ærið höfðinglegar. Þó er það mér í efa, að það hafi verið smjörkakan, pönnukökurnar og tertan, ásamt góðu kaffi eða súkkulaði, sem dró fólk þangað sterkast. Ég held það hafi fremur verið skemmtun af að „sýna sig og sjá aðra“, hitta kannski ó- vænta menn, og rabba saman um lífs- ins málefni, allt neðan frá hjali um daginn og veginn og upp í „þrætu- bók“ um þau svæði, sem Einar Bene- diktsson lýsti þannig fyrir meira en sextíu árum, samkvæmt fýsisk-mater- íalistiskri lífsfyllingu þeirra tíma: „En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar“ — og hærra þó. Víða var komið við á þessu lang- ferðalagi, áður en snúið væri aftur á Atmahnúk. Sjaldan var farið fram hjá Stalínsgerði, Freudskoti, Pavlovs- seljum né Picassnaustum, jafnvel ekki skágengnir Vindheimar ís- lenzkra fræða, sem Erlendur hafði miklar mætur á og var vel heima- kunnugur í, þó að Halldóri hafi gleymzt að krota þá á heimsmennta- lista hans í kapítulanum. Þetta voru myrkraverkin, sem iðk- uð voru uppi í Unuhúsi. Dálítið ætla ég það of mælt, að Erlendur hafi verið áskrifandi að „fjölda blaða og tímarita úr helstu löndum menníngar í þessum hluta heimsins ...“ Ég myndi hafa sagt, að hann hefði verið áskrifandi að 162
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.