Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Qupperneq 57
Rangsnúin mannúð arkenningu byltingarinnar. Slíkt hið sama verð ég að segja um Halldór, eftir að hann snerist til fylgis við hugsjónir sósíalista. Það er mín skoð- un, að þessar framvindur þrjár hafi orkað meira á hugmyndir Erlends en austræna spekin, enda stóðu þær manngerð hans nær. Ég var nánast hlutlaus í garð Freudismans og Pavlovskunnar, en mótsnúinn útslokknunartrúnni. Mér virðist nú sem tíminn hafi verið minni framvindu hliðhollari en fram- vindum meðbræðra minna í Unuhúsi. Ég held, að hún muni hafa meiri áhrif á líf mannkynsins heldur en þær, þegar tíðir líða. Ég fæ ekki bet- ur séð en viss teikn í nýjustu nútíðar- vísindum séu á leið með að renna stoðum undir sumar þær kenningar, sem báru uppi framvindu mína, og hafi meira að segja þegar rennt stoð- unum undir nokkrar þeirra, þó að ekki nyti hún mikillar virðingar forð- um daga í Garðastræti 4. XII Hér næst tekur þetta við í Skálda- tíma: „Erlendur var ekki þver- móðskufullur harðúðugur og síst af öllu rétttrúaður sósíalisti heldur hreyfanlegur tilfærilegur og óflokks- hundinn. Hann var svo órétttrúaður maður, að sú var ein grundvallar- regla hans, sem hann veik aldrei frá, að gjalda fyrirfram varhuga við öllu, sem opinherlega var lýst rétt ... Ég veit ekki nákvæmlega hvar áritun hans var í stjómmálum ef afstaða hans hefði verið skilgreind út í æs- ar.“ Hér er ýmislegt alrangt. Það er rétt, að Erlendur var ekki þver- móðskufullur. Það er að skilja: Hann hélt aldrei fram skoðunum gegn hetri vitund, né af þeim sj álfsmetnaði, sem lýsir sér í þrætugimi, né af þeirri þröngsýni, að hann fengist ekki til að íhuga málefni frá öðrum sjónarmið- um en sínum eigin. En þetta munu vera einkenni þvermóðskufullra manna. Þar með er ekki sagt, að hreyfanleiki hans og tilfærileiki hafi ekki átt sér sín takmörk. Ekki minnist ég þess, að hann hefði það að grundvallarreglu að gjalda fyrir fram varhuga við öllu, sem opinberlega var lýst rétt. Til þess var Erlendur alltof skynsamur mað- ur. Ég fullyrði, að honum hafi þarna verið farið líkt og öðrum íhugulum mönnum, að gjalda varhuga við öll- um nýjungum, þangað til þær voru studdar nægilega traustum rökum, hvort sem rökin komu í opinberum yfirlýsingum eða seytluðu leyndari farvegu. Það ætti að liggja í augum uppi, að það sem lýst er opinberlega rétt, getur engu síður verið sannleik- anum samkvæmt en hitt, sem engin opinber yfirlýsing fylgir, og finnast þess mörg dæmin..Skynsamur maður setur sér því aldrei neinar reglur um það fyrir fram, hverju hann megi 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.