Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Síða 58
Tímarit Máls og menningar trúa og hverju honum beri að gjalda varhuga við. Hann bíður og íhugar málin, þegar þau koma fram og ræð- ur það síðan við sjálfan sig, hverja afstöðu hann skuli taka. Að gjalda sérstaklega varhuga við því fyrir fram, sem lýst er opinberlega rétt, er fordómur, heimska. Um „áritun“ Erlends í pólitík er þetta eitt satt að segja: Hann var mjög ákveðinn og algerlega fyrir- varalaus sósíalisti, og öðruvísi hefði enginn vegur verið að skilgreina „af- stöðu“ hans til þeirra mála, nema með því að falsa hana. En hann var ekki flokksbundinn í þeim skilningi, að hann væri félagsmaður í flokki. Og áritun lians mátti sjá, meðalmargs annars á þessu: Erlendur vann um langt skeið og það af mikilli einbeitni fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Sósía- listaflokkinn, eftir að hann var stofn- aður, að undirbúningi alþingis- og bæjarstjórnarkosninga hér í bæ og í kosningunum, safnaði auk þess um sig hjálparliði, sagði skörulega fyrir verkum, sýndi enga hlédrægni og hað engan að láta nafns ekki getið. Þetta hefði maður með skapgerð Erlends ekki gert, ef hann hefði verið efun- arvandráður á málstaðinn, sítvístíg- andi á „fyrirvörum“. Maður vann með Erlendi í tugi ára, sem ég þekki vel og og treysti fullkomlega. Hann er víðlesinn í póli- tík og hafði talsverð afskipti af verkalýðsbaráttunni og fylgdist vel með gangi þeirra mála hér heima og í öðrum löndum. Hann ræddi við Er- lend ótal sinnum og oft rækilega um stjórnmálin og stéttabaráttuna, bæði á íslandi og víðar um heim. Hann hefur sagt mér ýmislegt um pólitísk viðhorf Erlends. Hann segir mér til að mynda, að Erlendur hafi neitað því, að hann væri kommúnisti. Samt sem áður hefði hann stundum tekið sömu afstöðu til pólitískra atburða, sem kommúnistar gerðu þá. Og Er- lendur stóð fast á sínum skoðunum og var ekki um of „hreyfanlegur“, eins og títt er um mikla karakter- menn, sem vita sig hafa kynnt sér rnálin og hugsað, hvað þeir eru að gera. Hitt er annað, að það var auð- velt að rökræða við Erlend um póli- lík sem önnur efni og gat þó orðið heitur, ef á milli bar. En að þær rök- ræður leiddu til „hreyfanleika“ af hans hálfu, það fór eftir því og því eingöngu, hvar hann áleit sannleik- ann falinn. En hvernig má það vera, að Hall- dór skuli festa á pappír þau ósann- indi um látinn vin og velgerðarmann: „Ég veit ekki nákvæmlega hvar árit- un hans var í stjórnmálum ef afstaða hans hefði verið skilgreind út í æs- ar?“ Hér er aðeins tvennt til: Annað- hvort hefur Halldór ekkert botnað í Erlendi sem pólitísku fyrirbrigði, þrátt fyrir langar samvistir, og þá eru ósannindin að nokkru leyti afsakan- leg,eða hann er að leitast viðaðfalsa 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.