Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 60
Tímarit Máls og menningar halda gamla skipulaginu, þrátt fyrir það, að það þætti ranglátt og ólýð- ræðislegt. Þessa stöðu sína studdi hann eftirfarandi rökum að efni til: Hagsmunabarátta verkalýðsins verð- ur alltaf pólitísk og á að vera það. Þess vegna er pólitísk forusta, það er forusta jafnaðarmannafélaganna, nauðsynleg í samtökunum. Sýnir þetta ekki, að Erlendur var ekki skilyrðislaust meirihlutamaður eða lýðræðissinni? Skoðun hans var sú, að það færi eftir aðstæðum, hvort beitt skyldi valdi eða reynt að leiða málin til sigurs með lýðræðisafli. Erlendur var á móti stofnun komm- únistaflokksins. Hann var þó mjög sama sinnis og kommúnistar i póli- tískum skoðunum, en studdi engu að síður hin róttækari öfl í Alþýðu- flokknum. Hann taldi réttast, að rót- tækari öflin innan flokksins reyndu að hafa þau áhrif á stefnu hans, að hann hallaði sér meira til vinstri og vonaði, að þetta tækist. En hann varð fyrir vonbrigðum með þróun flokks- ins og gerðist óánægður með stefnu hans. Sú óánægja varð æ meiri, eftir því sem flokkurinn færðist lengra til hægri. Loks reiddist hann svo þessari rangþróun, að hann sagði upp mál- gagni flokksins, Alþýðublaðinu. Er- lendur hafði svo skæra og einbeitta skapgerð, að hann lét sig aldrei dragnast niður með úrkynjun mál- efnanna. Þannig var hugur Erlends til þeirra, sem gengu til hægri, sviku málstað sinn og gerðust tækifæris- sinnar. Þessi hugur Erlends var svo alkunnur, að mér hefði orðið það ó- skiljanlegt, hvernig Halldór gat fall- ið í þá svartavillu að lýsa honum sem tækifærissinna, allt að því af ógeðs- legustu gerð, en það rann upp fyrir mér Ijós, þegar ég tók að hugleiða pólitíska hrörnun Halldórs í seinni tíð. XIII Erlendur snerist til fylgis við hylt- inguna í Rússlandi, að ég held þegar í upphafi, og slakaði aldrei á því fylgi síðan. Hann las margt og mikið um gang mála þar eystra, allt til síð- ustu stunda. Ekki man ég til, að ég heyrði nokkurntíma verulegan á- greining milli Erlends og Stalíns, og ég held ég muni það rétt, að Erlendi þætli hann standa sæmilega vel í sinni stöðu. Ekki minnist ég heldur þess, að ég yrði nokkurntíma var við söguleg missætti milli Halldórs og Stalíns á Unuhússtímunum. Minnir mig Halldór kalla hann „Stalín bónda“ eða „Stalín bónda í Kreml“, og fannst mér það vera gælunafn á byltingarfrömuðinum. Og ekki hafði Stalín fyrr hert á sinni þjóðemis- stefnu en Halldór var með á nótun- um. Mér féll hún ekki í geð og var þar á móti Stalín. í málaferlunum í Moskvu 1938 taldi Erlendur sakborningana sanna að sök. Þá kom hann enn sem oftar 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.