Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Side 70
Tímarit Máls og menningar hlutlægt. Ég álít, að hver og einn verði að ákveða gæði listaverks íyrir sjálfan sig samkvæmt eigin mæli- kvarða, að hlutverk gagnrýnandans sé aðeins að segja frá eigin brjósti hvernig verkið komi sér fyrir sjónir. Hann á ekki að draga neina dul á það, að hann fari með persónulegar skoðanir. En öll þessi ummæli um bók- menntagagnrýni eru næsta óhlut- kennd. Það er bezt ég komi með sýn- ishorn af framkvæmdinni. Ég ætla að taka til meðferðar eitt öndvegis- verk íslenzkra eftirstríðsbókmennta, Tímann og vatnið eftir Stein Stein- ar. Nálega hver einasti Islendingur virðist vera hrifinn eða hneykslaður af þessum kvæðabálki, en það hefur verið einkennilega hljótt um hann af hálfu gagnrýnenda. Það er eins og tólin bíti ekki á hann. En ég held að þessi kvæði séu einkar heppileg til að fjalla um þau frá sjónarmiði lista- gagnrýni. Ég hef hugsað mér að styðjast eingöngu við fyrstu útgáf- una (Helgafell, 1948). Þessi hók mun vera í fárra manna höndum, en ekkja skáldsins hefur góðfúslega gefið leyfi til að endurprenta hana hér. Það fyrsta sem við rekum augun í eru einkunnarorðin: A poem should not mean But be Archibald MacLeish en við megum ekki láta þau fæla okk- ur frá því að athuga kvæðin. Flestir virðast skilja þetta svo, að skáldskap- ur eigi að vera einhvers konar orða- tónlist, sem ekkert þýðir: hagara gag- ara skruggu skró. En nákvæm þýðing á þessum orðum mun vera: hlutverk kvæðis er ekki að meina, heldur vera, og það þýðir einungis, að merking þess sé órj úfanlega tengd forminu, að vera þess sé óskipt eining. Orð Mac- Leish eru sérstaklega ætluð efnis- gagnrýnendum sem eru vanir að endursegja „tilgang“ eða „boðskap“ kvæðis í sem styztu máli og taka síð- an til óspilltra málanna við að at- huga hvort hann sé æskilegur eða ekki. Okkur er tekinn vari fyrir því, að það sé nokkur aðskilj anlegur boð- skapur í þessum kvæðum, að það sem sagt er geti með nokkru móti ver- ið sagt öðruvísi en það er sagt í kvæðunum. En ég ætla ekki að taka þessi orð allt of hátíðlega. Stundum verður ekki komizt hj á því að tilgreina inni- hald kvæðanna, en við ættum alltaf að reyna að halda okkur sem næst upprunalegu orðalagi. Tökum svo kvæðin eftir röð: 1 Tíminn er eins og vatnið Og vatnið er kalt og djúpt Eins og vitund mín sjálfs Og tíminn er eins og mynd Sem er máluð af vatninu Og mér til hálfs 180
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.