Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 17
(Jr GrikklanJseyjum og hinna sem fara frá borði; hákarlarnir synda kringum skipið og bíða eftir þeim sem detta í sjóinn. A lendingarplássinu standa essrekarnir og rífa í farþegana, slíta utan af þeim fötin og draga þá á milli sín. Fyrr en maður veit af er farangurinn kominn upp á asna, sjálfur situr maður á múldýri. Strákur hleypur á eftir með broddstaf lil að reka i nárann á skepnunni, bölv- andi á því sérstaka tungumáli sem essrekar tala við asna, en mér hefur aldrei tekizt að greina, nema eilt sífellt na sem alltaf kemur mér til að hugsa um islenzk málvísindi. Ef þetta væru réttskapaðar skepnur, hefðu þær fyrir löngu steypt bæði riddara og farangri fram af hengilberginu ofan í eggja- grjótið fyrir neðan. En því er annan veg varið, sem nú skal greina: Fyrir mörguin árum var bóndi að norðan sem Lemos hét á ferð við þriðja mann á skútu, og voru á leið til Roðu. Þá skall á stormur svo þeir urðu að leila i var yfir nóttina. En þegar birti sjá þeir livar koma þrjú múldýr lötrandi ofan hrattann, og bar hvert stórt bjarg. í flæðarmálinu steyptu þau af sér bjarginu, fóru síðan sömu Ieið aftur upp í eyna, og gekk þetta í nokkrar rennur. Þeim förunautum þóttu þetta kynlegar aðfarir, enda var enginn ess- reki með dýrunum. Að lokum tók formaður í sig kjark og gekk að einu múldýrinu og rak í það stafprik sitt. En honum brá heldur en ekki þegar skepnan svaraði honum mannsröddu og mælti: „Vertu ekki að slá mig, frændi.“ Og þegar manngarminum varð öldungis orðfall, hélt múldýrið áfrain talinu og sagði: „Ekki er kyn þó þér bregði þegar ég kalla þig frænda; en satt er það nú samt, því ég er Matsis föðurbróðir þinn sem þú manst vel eftir. I lifanda lífi var ég vondur maður, bæði svikull og lyginn, og er þetta nú refsing mín. Og sömu sögu er að segja af þessum sveitungum okkar sem hér eru í grjótburðinum með mér. En staðurinn hetiir Bruney þar sem við erum, og liggur hún skammt frá Santoríní, en þangað fara sálir vondra manna og holdgast þar í ösnum og múldýrum. Og nú bið ég þess þegar þú kemur heim, að þú kaupir okkur sálumessu af prestinum svo við fáum friðinn.“ íos er líklega ófrægust ey í Grikklandshafi, í Aþenuborg mundi enginn lengur hvar hún lá. Þó er það forn sögn að þar sé Hómer grafinn, og lengi fram eftir öldum þóttust eyjarskeggjar vita hvar gröf hans var; þeir héldu honum hátið, nefndu einn mánuð ársins eftir honum og höfðu mynd hans á peningum sínum. Sagan segir að Hómer kæmi undir á hól hér fyrir ofan uppskipunarplássið, og héti móðir hans Klýmene, aðrir segja Kreþeis. Hún varð þunguð af völd- um álfs eða tröllkarls, og til að dylja þunga sinn flýði hún út í öræfi. Þar var 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.