Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 56
Ilja Ehrenbúrg
Skáldakynni
Ur endurminningum
SKÖMMU eftir að ég kom aftur til Moskvu hitti ég Boris Pasternak sem tók
mig með heim til sín (hann bjó þá í námunda við Prétsjisténskí-breið-
götu). í minnisbók minni stendur þetta skrifað: „Pasternak. Kvæði. Undar-
legheit. Stigi.“
Onnur minnisbók. Þann 5. júlí, 1941. Á milli þessara málsgreina: „Þjóð-
verjar segjast hafa farið yfir Bérézínu“ og „Lozovskí, 5. e. m.“ stendur skrif-
að: „Pasternak. Vitfirring.“
1917—’41. í full tuttugu og fjögur ár hafði ég kynni af Pasternak, stund-
um leið langur tími milli þess að við hittumst, stundum hittumst við næstum
daglega. Maður skyldi ætla, að svona langur tími nægði til að kynnast jafnvel
flókinni manngerð, en mér virtist Pasternak oft jafn mikil gáta og fyrst, þeg-
ar ég hitti hann. Þetta skýrir það sem ég skrifaði í minnisbók mína 1941.
Mér þótti vænt um hann, og ég dáði og dái enn skáldskap hans; af öllum
skáldum sem ég hef þekkt var hann sá málstirðasti, sá sem skyldastur var tón-
listinni að eðli, mest aðlaðandi — og mest óþolandi. Ég ætla að reyna að lýsa
honum einsog hann kom mér fyrir sjónir. Sá Pasternak sem ég ræði hér um er
aðallega Pasternak á árunum 1917—’24, en þá töluðum við oft saman og
skiptumst á mörgum bréfum. Við hittumst einnig nokkuð oft á árunum 1926,
1932 og 1934 í Moskvu, árið 1935 hittumst við í París, og svo aftur í Moskvu
rétt fyrir stríðið og fyrstu vikur þess. Við urðum ekki ósáttir, en við fjar-
lægðumst hvor annan með einskonar þegjandi samkomulagi; þegar fundum
okkar bar saman af tilviljun síðari árin, tókumst við í hendur og sögðumst
endilega verða að hittast, og svo skildum við þangað til við hittumst aftur af
tilviljun. Auðvitað geri ég mér engar vonir um, að lýsing mín á Pasternak
verði tæmandi, jafnvel ekki lýsing mín af honum á yngri árum: það var
margt í fari hans sem ég skildi ekki og margt sem ég vissi ekki um; mynd mín
af honum verður hvorki helgimynd né skrípamynd, ég ætla að gera tilraun
til að bregða upp mynd af manni.
Svo ég byrji á byrjuninni: þegar við kynntumst var Boris Pasternak tutt-
ugu og sjö ára; það var að sumarlagi, og um þetta ár segir hann sjálfur: „allt
262