Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 66
Tímarit Máls og menningar manna hefur mikið borið á andófi gegn arfsagnakenningum 19. aldar. Nú hika menn ekki við að tala um höjunda sagnanna, og mn þær sjálfar eru oft notuð hókinenntaleg hugtök á borð við skáldsögur og smásögur, sem fela í sér ákveðna dóma um sköpun þeirra. En þó að viðhorfin til sagnanna hafi breytzt að þessu leyti, þá eimir enn mikið af öðrum þáttum í sagnakenningum 19. aldar. Menn virðast trúa því, að heiðnar lífsskoð- anir hetjualdar hafi lifað hér góðu lífi fram á 13. og 14. öld, og í sam- ræmi við slíkar kenningar eru sög- urnar vegnar og skýrðar, jafnvel þótt nærtækara sé að beita kristnum mið- aldahugmyndum. Ein leiðin til að kynnast viðhorf- um og vandamálum sagnanna er sú að hera þær saman við hugmyndir, sein tiðkuðust í kristnum ritum á miðöldum. En hér er ekki hægt um vik. í fyrsta lagi höfum vér mjög tak- markaða þekkingu á útlenduin bóka- forða íslendinga, um það leyti sem sögur voru skráðar. Og í öðru lagi er alit ókunnugt uin höfunda flestra ís- lendinga sagna. Ein helzta undan- tekningin frá þessu er Hrafnkels saga Freysgoða, sem Brandur Jónsson er talinn hafa samið. Um ævi Brands, ábóta og hiskups, er svo mikið vitað, að hægt er að geta sér til með nokk- urri vissu um sumar þær bækur, sem prýtt hafa bókaskáp hans. Hér á eftir verður helzt leitazt við að skýra sið- ferðileg vandamál Hrafnkels sögu ineð hliðsjón af slíkri vitneskju. 2 Mér er ekki kunnugt um, að til séu eldri skýringarrit um Hrafnkels sögu en frá 19. öld. I samræmi við ríkj- andi skoðanir á uppruna og sköpun íslendinga sagna var hún þá talin traust heimild um viðburði 10. aldar, og menn hikuðu jafnvel ekki við að taka liana fram yfir Landnámu, þar sem þessum tveim ritum bar á milli. Hrafnkels saga var talin ágætt dæmi um háþroska munnlegrar sagnalistar á Islandi, áður en sagnaritun hófst. En fyrir tæpum aldafjórðungi birti Sigurður Nordal einkar fróðlega og skemmtilega ritgerð um söguna, þar sem hann sýndi fram á með óyggj- andi rökum, að sögunni væri ekki einungis lítt treystandi, heldur væru sum atriðin í henni uppspuni frá rót- um. Niðurstöðu sína orðar Nordal sjálfur á þessa lund: „AðalviðburS- irnir, sem Hrajnkatla segir frá, hafa aldrei gerzt.“ Nordal lýsir henni sem skáldsögu: „Hrafnkatla ber að sam- setningu, frásagnarhætti og mannlýs- ingum öll einkenni ágætrar skáld- sögu.“ Nordal telur höfundinn hafa verið leikmann, og eins og aðrir fræðimenn á undan honum beitir hann heiðnum hugmyndum til að skýra gerðir manna og hvatir í sög- unni. Þannig segir hann til að mynda um þá ákvörðun Hrafnkels að þiggja 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.