Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 67
líf af Sámi, að hann hafi gert það þvert ofan i hetjuhugsjón aldar sinn- ar. Þótt Nordal telji Hrafnkels sögu vera skáldrit samið seint á þrettándu öld, þá virðist honum ekkert þykja athugavert það, að höfundur hennar lýsi mönnum og athöfnum þeirra samkvæmt lífsskoðun hetjualdarinn- ar, sem Nordal nefnir svo. En á vali Hrafnkels er miklum mun nærtækari og einfaldari skýring. Samkvæml krislnum skoðunum, sem voru höf- undi Hrafnkels sögu nákomnari en allar hetjuhugsjónir heiðins siðar, var það siðferðileg skylda Hrafnkels að velja sér líf. Til gamans má minna á, að í Njáls sögu er þetta boðorð lagt í munn Kára í brennunni: „Það er hverjum manni hoðið að leita sér lífs, meðan kostur er.“ Sigurður Nordal gerir ráð fyrir því, að höfundur Hrafnkels sögu hafi verið vel lesinn í íslenzkum bók- menntum: „Það ætti öllum að geta komið saman um, sem kynna sér efn- ismeðferðina í Hrafnkötlu, að svona rit er ekki líkt því að vera samið af bóklausum manni. Hitt þætti mér sennilegra, að höfundur hefði lesið allmikið af þeim bókmenntum, sem til voru á Islandi um hans daga, þó að hann hafi ekki sótt mikið af efni í þær beinlínis til að setja þessa stuttu sögu saman. Menntun hans hefur hjálpað honum til þess að finna sjálf- an sig og fara sínar eigin götur.“ Þessar athugasemdir Nordals um ís- Siðjrœði Hrafnkels sögu lenzkan bókakost höfundar virðast vera mjög sanngjarnar. Auðsætt er, eins og bent hefur verið á, að höf- undur Hrafnkels sögu hefur þekkt Droplaugarsona sögu, Víga-Glúms sögu og enn önnur rit, svo sem Fóst- bræðra sögu og Heimskringlu. En hvað þá um útlend rit? Nordal er ekki eins trúaður á það, að höfund- urinn hafi orðið fyrir áhrifum frá þeim: „Áhrifa erlendra bókmennta (þýðinga) verður lítið vart í sög- unni, en vel hafa þær getað verið höf- undinum nokkuð kunnar.“ í þessum dómi Nordals kemur berlega fram tröllatrúin á sjálfstæði og ágæti hinn- ar innlendu menningar, sem margir telja lítt háða kristinni menningar- þróun Vesturálfu. En Nordal hefur látið það villa fyrir sér, að hann taldi höfundinn vera af leikmannastétt, og auk þess hlítir hann um of þeirri trú, að sögurnar beri að skoða í hálf- rökkri heiðinna lífsskoðana. 3 Nýjar rannsóknir á Hrafnkels sögu hafa leitt í ljós, að höfundur hennar var hámenntaður klerkur, og mætti það undarlegt heita, ef slikur maður léti þess engin merki sjást, enda má segja, að í sögunni verði hvergi þver- fótað fyrir kristnum hugmyndum. Hún er öll gagnsýrð af kristnum verðmætum, sem voru í hávegum höfð á þrettándu öld. Hrafnkels saga er skilgetið barn sinnar aldar. Hún 18 TMM 273
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.