Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 70
Tímarit Máls ag menningar
dáðum síðari kostinn, og fyrir bragð-
ið lætur hann lífið.
4
Eftir víg Einars smalamanns fer
Þorbjörn faðir hans á vit Hrafnkels
og beiðir hann bóta fyrir víg sonar
síns. Hrafnkell bendir honum á, að
hann vilji engan mann bæta fé, en þó
játar hann að honum þyki verk sitt
illt. Hann iðrast margmælgi sinnar
(sbr. Orðskviði Salómons 10, 19:
Málæðinu fylgja yfirsjónir, en sá
breytir hyggilega, sem liefur taum á
tungu sinni.), er hann hefur heitið
því, að vega þann mann, sem riði
Freyfaxa leyfislaust, og býður Þor-
birni rausnarlegur bætur fyrir vígið.
En boð þetta krefst algerrar undir-
gefni Þorbjarnar; ef hann þægi það,
yrði hann í rauninni ómagi Hrafn-
kcls. Þorbjörn neitar boði Hrafnkels
og leggur hins vegar til, að þeir taki
gerðarmenn með sér til að jafna deil-
una. Svör Hrafnkels við þessu eru af-
dráttarlaus: „Þá þykist Jmj jafnmennt-
ur mér, og munum við ekki að því
sættast.“
í því skyni að átta sig á þessum
kafla sögunnar, eins og raunar mörg-
um öðrum atriðum hennar, er nauð-
synlegt að hafa í hyggju kristilega
siðfræði á miðöldum. Samkvæmt
henni var það alvarlegt brot að bera
sig saman við yfirmenn sína og þykj-
ast jafnmenntur þeim. Krafa Þor-
bjarnar um gerðardóm er því næsta
syndsamleg, og í því ljósi verður að
skoða viðbrögð Hrafnkels. Þetta
verður enn augljósara, þegar Þor-
björn leitar til Bjarna bróður síns
um hjálp: „Bjarni kvað eigi sitt jafn-
menni við að eiga þar sem Hrafn-
kell er, en þó að vér stýrim pening-
um nokkrum, þá megum vér ekki ætla
oss að deila af kappi við Hrafnkel,
og er það satt er mælt er, að sá er
svinnur er sig kann. Hefir Hrafnkell
þá menn í málaferlum lúið, að meira
bein hafa í liendi haft en vér. Sýnisf
mér þú vitlítiU. við hafa orðið, er þú
hefir svo góðum kostum neitað. Vil
ég mér hér engu af skipta.“
Bjarni hefur mál sitt með þvi að
gefa í skyn, að hann sjálfur sé ekki
haldinn sama ofmetnaði og bróðir
hans. Bjarni ætlar sér ekki þá dul að
fara að bera sig saman við Hrafnkel,
þótt ekki skorti hann auð til slíks.
Máli sínu til stuðnings vitnar hann í
undirstöðugrein kristilegrar siðfræði
og segir, að sá sé svinnur sem sig
kann. Sj álfsþekking var talin eitt
fyrsta skrefið á leið til litillætis, og
skortur á sjálfsþekkingu var ekki ein-
ungis hciinska (sbr. ummæli Bjarna,
að honum þætti Þorbjörn vitlítill),
heldur einnig sérstök tegund af of-
metnaði.
Sjálfsþekking var svo veigamikið
atriði í siðfræði iniðalda, að þessi
ummæli Bjarna hrökkva skammt ein
til að rekja heimild þá, sem höfundur
Hrafnkels sögu hefur í huga, en í sög-
276